Kynningarfundur fyrir menntastofnanirFimmtudaginn 7. apríl sl. var haldin kynning á skýjalausnum fyrir menntastofnanir í húsakynnum TRS. Í upphafi var skólaþjónusta TRS kynnt og þar á eftir var farið almennt yfir skýjalausnir fyrir menntastofnanir auk möguleika, kosta og galla á lausnum frá Google og Microsoft. Fundargestir fengu að hlýða á reynslusögu frá Menntaskólanum á Laugarvatni um notkun þeirra á skýjaþjónustum en þau hafa töluverða reynslu af því.

Að lokum sýndi Ingvar Ágúst frá Microsoft á Íslandi hvað er í boði í Office 365 fyrir skóla- og menntastofnanir. Hann sýndi helstu forrit og þjónustur sem eru aðgengilegar og gaf innsýn inní þá möguleika sem eru fyrir hendi, flestar menntastofnanir á Suðurlandi hafa aðgang að Office 365 nú þegar. Kynningarfundurinn var vel sóttur enda var fundurinn hugsaður fyrir aðila frá öllum þeim skólum og menntastofnunum sem eru á Suðurlandi.