Uniconta og TRS í samstarf„Samfara skýjavæðingu upplýsingatækninnar standa flest fyrirtæki frammi fyrir því að þurfa að uppfæra bókhaldskerfin á næstu misserum og það er okkur sönn ánægja að geta boðið okkar viðskiptavinum okkar fullkomið bókhaldskerfi í skýinu gegn föstu lágu áskriftargjaldi“, segir Gunnar Bragi Þorsteinsson framkvæmdastjóri TRS.

„TRS er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni og mikill fengur fyrir okkur að fá þá til samstarfs. Við teljum að samstarfið verði báðum fyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra til mikilla heilla“, segir Ingvaldur Thor Einarsson framkvæmdastjóri Uniconta á Íslandi.

Uniconta er nýjasta bókhaldskerfið úr smiðju Erik Damgaard sem leiddi hönnun heimsþekktra lausna eins og Dynamics Ax og Concorde XAL. Uniconta fellur vel að þörfum smærri fyrirtækja og býður upp fjárhags-, birgða og verkbókhald, CRM og einfaldar tengingar við önnur kerfi. Öll gögn eru vistuð í öruggu umhverfi í skýinu og notendur vinna í biðlara á tölvu eða snjalltæki. Uniconta var hleypt af stokkunum á Íslandi í október síðastliðnum og síðan þá hefur fjöldi notenda vaxið dag frá degi.  Allar nánari upplýsingar um bókhaldskerfið má finna á www.uniconta.is.

TRS var stofnað af Gunnari Braga Þorsteinssyni árið 1995 og hefur frá upphafi þjónað einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum með tölvu- og fjarskiptabúnað. Fjöldi starfsmanna TRS hefur vaxið ár frá ári og starfa nú 26 manns hjá fyrirtækinu. Undanfarin þrjú ár hefur fyrirtækið fengið útnefningu CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki og hefur hlotið alþjóðlegu öryggisvottun ISO/IEC 27001:2013. Starfsmenn TRS hafa margvíslega sérmenntun og hafa hlotið viðurkenningar frá aðilum eins og Microsoft, HP, Cisco, Redhat, Linksys og APC.

Nánari upplýsingar veita: Ingvaldur Thor Einarsson í síma 659-0000 eða ingvaldur@uniconta.is, Gunnar Bragi Þorsteinsson í síma 894-3221 eða gunnar@trs.is og Stefán Örn Viðarsson í síma 860-0078 eða stefan@trs.is