TRS ehf.

TRS ehf.

TRS boðar til hádegisverðarfundar þann 19. október í Tryggvaskála á Selfossi.

Öryggissérfræðingar TRS og Landsbankans fara yfir þær öryggishættur sem þekkjast á Íslandi í dag, árásir sem fyrirtæki hafa orðið fyrir og hvernig hægt er að verjast þeim.

12:00: Inngangur og stutt yfirferð yfir af hverju og hvað er helst í gangi.

12:15: Kynning frá sérfræðingum TRS og Landsbankans um þær tölvuógnir og svikastarfssemi sem steðja að viðskiptaumhverfi okkar. Í dag eru stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana helstu skotmörk fjársvika og árása.

13:00: Hvernig er hægt minnka áhættuna við notkun á tölvubúnaði með forvörnum og almennum aðgerðum?

13:15: Spjall og spurningar.

13:30: Fundarslit.

Í boði verður súpa og kaffi.