Skilmálar

Við mælumst til að þú kynnir þér rétta notkun í handbókum þannig að tækið geti þjónað þér sem lengst og best. Góð meðferð tryggir langa endingu.

Ef einhverjar spurningar vakna þá hikaðu ekki við að hafa samband við okkur. Sími hjá sölufulltrúum okkar 480-3300, þjónustusími 480-3303.

Ábyrgðarskilmálar
Reikningur gildir sem ábyrgðarskírteini skv. almennum reglum og viðteknum venjum fyrir ábyrgðarskyldar vörur. Notuðum búnaði fylgir ekki ábyrgð nema það sé sérstaklega tilgreint. Vinna við gagnaflutning fellur ekki undir ábyrgðarvinnu, né enduruppsetning hugbúnaðar. TRS undarskilur sig allri ábyrgð á afleiddu tjóni sem kann af bilun, svo sem endurvinnslu gagna, töpuðum hagnaði o.þ.h.

Ábyrgðin miðast ávallt við að tæki komi á verkstæði okkar til viðgerðar. Óski viðskiptavinur eftir að komið sé til hans, greiðist sérstaklega fyrir akstur og ferðatíma.

Tækið fellur úr ábyrgð m.a úr ef.:
1. Aðrir en tæknimenn TRS hafa gert við það, eða gert tilraun til að gera við það, án sérstaks samþykkis TRS
2. Verksmiðjunúmer hefur verið fjarlægt.
3. Tækið hefur verið tengt við ranga spennu eða straumtegund.
4. Ísetnig á íhlutum, s.s minni, geisladrifi og þess háttar, er unnin af öðrum en starfsmönnum TRS, og veldur því að viðkomandi hlutur eða annar bilar við aðgerðina.

Ábyrgð gildir ekki ef um eðlilegt slit eða rekstrarvörur er að ræða. Ef seld eru notuð tæki fylgir þeim ekki ábyrgð.

Athugið að reikningur gildir sem ábyrgðarskírteini enda kemur raðnúmer tækis þar fram.
Glatað skírteini=glötuð ábyrgð

TRS er ekki skaðabótaskylt vegna tjóns sem eigandi verður fyrir vegna galla á forriti eða hörðum diski, né tjóns sem stafar af rangri meðferð, misnotkun eða slysni

Hið selda er eign seljanda þar til verðið er að fullu greitt.