TRS á Starfamessu

TRS tók þátt í  Starfamessu 2017 sem haldinn var í Hamri nýju verknámshúsi Fjölbrautarskóla Suðurlands.

Á Starfamessu 2017 voru um 30 kynnendur, fyrirtæki og skólar, sem kynna um 40 starfsgreinar og mættu um 2000 gestir.

Starfamessan miðar að því að kynna fyrir nemendum 9. og 10. bekkjar grunnskóla og nemendum á 1. og 2. ári í framhaldsskólum á Suðurlandi störf á sviði iðn-, verk- og tæknigreina og starfsumhverfi fyrirtæki í landshlutanum þar sem fólk með slíka menntun starfar.  Áhersla er lögð á að nemendurnir öðlist innsýn í áðurnefnd störf og auk þess er verið að upplýsa um mögulegar námsleiðir. Mikill skortur er á nemum innan þessara greina og er þetta verkefni liður í að kynna þær betur fyrir ungu fólki.

Starfamessan er eitt áhersluverkefna sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og unnið í samstarfi með Atorku.

Starfamessan var  haldin í annað sinn en var fyrst haldin á vordögum árið 2015.

TRS var með kynningu á ljósleiðartækni og forritun ásamt samsetningum á rafeindarásum í samtarfi við Fræðsluskristofu Rafiðnaðarins.