Gunnar Bragi Þorsteinsson framkvæmdastjóri TRS og Sigurður Þór Sigurðsson stjórnarformaður TRS.

TRS hlýtur viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2017 sjötta árið í röð.

Við erum afskaplega stolt af þessari viðurkenningu Creditinfo, enda aðeins 2,2% fyrirtækja á Íslandi sem eru í þessum hópi.

TRS ehf. er traust félag í góðum rekstri og hefur verið rekið með jákvæðri afkomu öll heil rekstrarár frá stofnun fyrirtækisins, eða í 22 ár.

Það að vera með góðan rekstur, að falla í þennan fríða flokk er ekki sjálfgefið og hefst einungis með samstilltu átaki starfsmanna, stjórnenda og tryggra viðskiptavina. Fyrir ykkar þátt í því þökkum við af alhug.