Ruslpóstur og svindlskilaboð verða sífellt algengari og erfiðara er að greina milli raunverulegra skeyta og svindlpósta. Óprúttnir aðilar finna stöðugt nýjar leiðir til að reyna að blekkja fólk og ná jafnvel að hafa af því fé. Besta ráðið til að forðast að lenda í gildru er að þekkja til aðferðanna sem eru notaðar.
TRS Skólinn býður námskeið í að greina svindlskilaboð og ruslsendingar í tölvupósti. Farið verður yfir helstu einkenni svindl- og ruslpósta sem eru í umferð á hverjum tíma og sýnd verða raunveruleg dæmi um svindlskeyti. Einnig verður farið yfir hvað notendur geta sjálfir gert til að verjast.
Námskeiðið hentar sérstaklega stjórnendum fyrirtækja og stofnanna og þeim sem fara með fjármál en það nýtist öllum starfsmönnum.
NÁMSKEIÐSLÝSING
Efnisatriði- Helstu einkenni svindl- og ruslpósta skoðuð - Farið yfir aðferðir sem eru mest notaðar hverju sinni - Raunveruleg dæmi skoðuð - Leiðir kynntar til að verjast því að falla í gildrur - Öryggi á útstöðvum, vírusvarnir og sterk lykilorð |
Lengd námskeiðs30 minútur |
ForkröfurGrunnþekking á Outlook kostur |
FÁÐU MEIRI UPPLÝSINGAR
Til að fá frekari upplýsingar fylltu þá út í formið hér fyrir neðan og við höfum samband við þig eins fljótt og mögulegt er.