Office 365 er skýjaþjónusta sem inniheldur fjölda lausna og forrita sem nýtast í starfi. Hér er að finna allt frá tölvupóst til Office-forrita á vefnum, spjallkerfi og forrit til að skipuleggja og halda utan um samvinnu.

Þetta grunnnámskeið kynnir rjómann af lausnunum áður en farið er ítarlega í þau atriði sem þátttakendur þurfa að kunna til að geta farið að nota lausnirnar af fullum krafti.

NÁMSKEIÐSLÝSING

Office365 grunnur námskeið

Office 365 - Kynning


Lýsing


Kynning á Office 365 skýjalausninni. Helstu þættir verða kynntir stuttlega og sýnt hvernig kerfið er hannað til samvinnu. Einnig verður sýnt hvernig hægt er að deila skjölum án þess að senda þau í tölvupósti.

Efnisatriði


- Office Online-forritin sýnd

- OneDrive skýjageymsla og gagnavistun kynnt

- Stutt kynning á deilingu skjala í skýinu

- Uppsetning á Office-pakka á tölvu og snjalltækjum

Lengd námskeiðs


30 mínútur

Forkröfur


Engar. Námskeiðið hentar þeim sem hafa litla eða enga reynslu af skýjalausnum.

Office 365 II


Lýsing


Farið ítarlega í deilingu skjala í OneDrive og hvernig samtímavinnsla virkar. Einnig farið yfir atriði eins og að skoða breytingasögu skjals, eyða skjölum og endurheimta. Sýnt hvernig hópar eru stofnaðir og hvernig þeir nýtast í OneDrive og víðar.

Efnisatriði


- Farið ítarlega í deilingu skjala í OneDrive, hætta deilingu og breyta stillingum

- Samvinna í Office-skjölum sýnd

- Ruslakarfan kynnt

- Stofnun hópa og notkun í Outlook vefpósti

Lengd námskeiðs


60 mínútur

Forkröfur


Office 365 kynningarnámskeið kostur

Office 365 III


Lýsing


Farið dýpra í Outlook og sýnt hvernig má stilla sjálfvirka flokkun pósts með reglum. Kennt að setja inn sjálfvirka undirskrift og stilla sjálfvirk svör. Dagatalið skoðað og sýnt hvernig tímabókun og fundarboð virka. OneNote kynnt og farið yfir grunnatriði

Efnisatriði


- Sjálfvirk flokkun pósts með reglum

- Sjálfvirk undirskrift og svör

- Tímabókanir í dagatalinu

- Farið yfir grunnatriði í notkun OneNote

- Samstilling og vinna með OneNote Notebooks sem hafa verið
samstillt við skýið.

Lengd námskeiðs


60 mínútur

Forkröfur


Office 365 II

FÁÐU MEIRI UPPLÝSINGAR