Örnámskeið eru stutt námskeið, um 30 mínútur hvert, þar sem farið verður yfir afmörkuð atriði sem nýtast í starfi. Áherslan er lögð á að kynna forrit og vinnubrögð sem eru notuð á vinnustaðnum. Til dæmis notkun á dagatali í Outlook, fara yfir hvar gögnin eru geymd, hvernig OneDrive er syncað á tölvuna eða hvernig skjali er deilt í skýjaþjónustu.
Örnámskeið er góð leið til að auka þekkingu starfsmanna á einstökum atriðum. Hægt er að sérsníða örnámskeiðin að þörfum vinnustaðarins.
Hér að neðan eru dæmi um efnisatriði.
Grunnatriði í Outlook póstforritinuFarið verður yfir nokkur hagnýt atriði eins og að setja inn undirskrift, stilla sjálfvirka svörun og skilgreina skeyti sem ruslpóst. | Hvar eru gögnin geymd?Farið yfir hvernig drifin virka og skjöl eru flutt milli drifa. Einnig fjallað um heimasvæðið og hverjir sjá gögn á hvaða drifum. |
|
Grunnatriði í Outlook dagatalinuBúa til fundarborð í dagatalinu og senda á þátttakendur, stilla áminningu og deila dagatali með öðrum. | Endurræsing, útskráning og að slökkva á tölvunniFarið yfir muninn á endurræsingu og útskráningu/logoff og rætt um hvenær beri að gera hvað. |
|
OneDriveVista skjöl, búa til möppur og deila gögnum. Sýnt hvernig hægt er tengja OneDrive beint við tölvuna. | PrentararSýnt verður hvernig stilla á sjálfgefinn prentara og hvernig á að leita að prentara sem ekki sést í ákveðnum forritum. |
|
Office-pakkinn og Office 365 OnlineFarið yfir hvernig á að setja upp Office-pakka á tölvu. Word Online, Excel Online og PowerPoint Online kynnt. | Lykilorð og öryggiLeiðir til að breyta um lykilorð sýndar og rætt um hvernig hægt er að búa sér til sterkt lykilorð. |
|
Flokkun skeyta í OutlookSýnt hvernig búa má til möppur í Outlook og raða skeytum inn. Farið yfir grunnatriði í sjálfvirkri flokkun skeyta með reglum. | FlýtileiðirSýnt hvernig flýtileiðir eru búnar til. Einnig farið yfir muninum á að afrita skjal og búa til flýtileið inn á það. |
FÁÐU MEIRI UPPLÝSINGAR
Til að fá frekari upplýsingar fylltu þá út í formið hér fyrir neðan og við höfum samband við þig eins fljótt og mögulegt er.