Outlook er öflugt forrit sem nýtist bæði til samskipta og skipulagningar. Forritið hefur notið vinsælda sem bæði póstforrit og tímaskipulagstæki um langt skeið enda hentar það mjög breiðum hópi notenda.

TRS skólinn býður upp á grunnnámskeið í Outlook þar sem farið verður yfir helstu atriði sem tengjast sjálfvirkri flokkun á tölvupósti, að skilgreina póst sem ruslpóst og tímabókanir gegnum dagatalið.

Námskeiðin henta byrjendum í Outlook en einnig fyrirtækjum sem vilja nýta sér kosti Outlook í meira mæli.

NÁMSKEIÐSLÝSING

Outlook I


Lýsing


Farið verður í grunnatriði í pósthluta Outlook s.s. að stilla sjálfvirka flokkun á skeytum, setja inn undirskrift og að setja upp sjálfvirka svörun t.d. fyrir frí. Einnig er farið yfir grunnatriði tengdum ruslpósti.

Efnisatriði


- Sjálfvirk undirskrift

- Handvirk og sjálfvirk flokkun skeyta með reglum

- Stilla sjálfvirka svörun

- Ruslpóstsían og skilgreining skeyta sem ruslpósturLengd námskeiðs


30 mínútur

Forkröfur


Engar

Outlook II


Lýsing


Fjallað verður um dagatalið í Outlook og hvernig má nýta það til að skipuleggja tíma, bjóða fólki á fundi og deila dagatalinu með samstarfsfólki.

Efnisatriði


- Tímabókanir og fundarboð í dagatalinu

- Senda fundarboð til annarra

- Stilla endurtekningu á fundum

- Deila dagatölumLengd námskeiðs


30 mínútur

Forkröfur


Outlook I eða sambærilegt

FÁÐU MEIRI UPPLÝSINGAR