Microsoft Teams er öflug lausn sem auðveldar samvinnu starfsmanna og hópa. Teams býður upp á netspjall, myndsímtöl í anda Skype og gagnageymslu inni í sama forritinu. Auk þess er hægt að samþætta og tengja önnur Office 365-forrit við Teams sem eykur enn á notagildi lausnarinnar.

Teams grunnur er námskeið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í Teams. Þar er farið yfir grunnatriði í notkun á Teams, sýnt hvernig rásir eru búnar til og samstarfsfélaga boðið inn. Einnig er kennt að setja skrár inn og deila þeim með samtarfsfólki. Loks verður sýnt hvernig önnur forrit eru tengd við rásir.

 

NÁMSKEIÐSLÝSING

Lýsing


Farið er yfir fyrstu skrefin í notkun á Teams, meðal annars hvernig team/hópur er búinn til og hvernig samvinna í Teams virkar. Einnig er kynnt hvernig aðrar lausnir í Office 365 nýtast í Teams.

Efnisatriði


- Búa til hópa/teams og bjóða fólki

- Stilla réttindi á hópunum

- Bæta við skjölum

- Spjallið og myndsímtöl

- Tengja önnur forrit við einstök team.

Lengd námskeiðs


60 minútur

Forkröfur


Grunnþekking á Office 365 er kostur

FÁÐU MEIRI UPPLÝSINGAR

Til að fá frekari upplýsingar fylltu þá út í formið hér fyrir neðan og við höfum samband við þig eins fljótt og mögulegt er.