Windows 10 er komið út

Windows 10 er komið út

Windows 10 stýrikerfið kom út í júlí 2015 og fram til 30. júní 2016 stendur þeim sem nota Windows 7, 8 eða 8.1 til boða að uppfæra í útgáfu 10.  Við hjá TRS viljum aðstoða sem flesta í því að uppfæra sín kerfi og fram til 30. júní 2016 bjóðum við viðskiptavinum okkar að uppfæra kerfið fyrir aðeins kr. 4.990 per tölvu.

Vanti ykkur aðstoð við uppfærslu vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 480-3300, með því að senda póst á trs@trs.is eða bara koma með tölvuna í verkstæðismóttöku okkar að Eyravegi 37 Selfossi og óska eftir uppfærslu í Windows 10.

Með Windows 10 sameinar Microsoft snertiskjáumhverfið sem þeir bjuggu til í Windows 8 (Modern UI/Metro UI) annars vegar og gamla desktop umhverfið hinsvegar og einfaldar alla notkun stýrikerfisins til muna fyrir öll tæki. Ýmsar spennandi nýjungar er einnig að finna í Windows 10 s.s. Cortana talgerfill sem hjálpar við leit og aðstoð, nýr vafri sem kallast Edge og er hannaður fyrir snertiskjái, ýmis öpp af öllum tegundum, Hello öryggiskerfi ofl. ofl.

Óhætt er því að mæla með því að uppfæra allar nýlegar tölvur í Windows 10 sem ekki keyra mikilvægan viðskiptahugbúnað en ef svo er er best að kanna fyrst hvort hugbúnaðurinn styðji Windows 10 áður en uppfært er.