TRS er löggiltur rafverktaki sem leggur áherslu á fagleg vinnubrögð

Hjá okkur starfa reynslumiklir starfsmenn þegar kemur að fjarskiptum.

TRS hefur undanfarin ár verið þjónustuaðili á Suðurlandi fyrir stærsta fjarskiptafélag landsins, Mílu. Verkefnin eru allt frá bilanagreiningu og viðgerðum upp í lagningu nýs ljósleiðara og tenginga fyrir heimili. Í tækjaflota okkar eru sex fullkomnir ljósleiðaratengibílar ásamt fjölda tengivéla og mælitækja. Einnig erum við með tvær gröfur og vörubíl með krana sem hentar vel í viðhaldsvinnu og bilanir.

Við höfum tekið þátt í ljósleiðaravæðingu sveitarfélaga um allt land og má þar nefna Ásahrepp, Rangárþing ytra, Skógarströnd, Grímsnes- og Grafningshrepp og Hrunamannahrepp.

Símkerfi og þráðlaust net

Mikla reynslu af uppsetningu og rekstri símkerfa er að finna hjá okkur en við þjónustum mörg fyrirtæki og stofnanir með allt sem snýr að símkerfum þeirra. Einnig höfum við þjónustað einstaklinga og fyrirtæki með uppsetningu á þráðlausum sendum og veitum ráðgjöf um hvað má betur fara til að þráðlaust netsamband sé sem best.

Reynsla okkar af fjarskiptaverkefnum:

  • Uppsetning á VDSL og GPON fyrir Mílu á Suðurlandi. Ljósleiðarblástur, uppsetning á götuskápum og endabúnaði.
  • Ljósleiðaravæðing sveitarfélaga víða um land.
  • Á árinu 2018 sáum við um blástur og tengingar á ljósleiðara alls um 653 km og 20.000 tengingar.
  • Ferðaþjónustan Geysisholti: Ljósleiðari lagður í öll hús, uppsetning á þráðlausum sendum og uppsetning á fullkomnu sjónvarpskerfi.
  • Vík Apartments og Icelandair hótel í Vík: Uppsetning á þráðlausum sendum.
  • Uppsetning og þjónusta á símkerfi fyrir Matvælastofnun, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Viðlagatryggingu, SASS, Brunavarnir Árnessýslu, Hrunamannahrepp, Bláskógabyggð, Rangárþing ytra o.fl. o.fl.

 

Sólheimaheiði

Sólheimaheiði