TRS er löggiltur rafverktaki sem leggur áherslu á fagleg vinnubrögð. Hjá okkur starfar öflugur hópur rafiðnaðarmanna sem hafa mikla þekkingu á raflögnum.

TRS tekur að sér alla almenna raflagnavinnu hvort sem um ræðir viðhald eða nýlagningu á raf- eða tölvu- og fjarskiptalögnum hvort sem er í tilboðsverkum eða tímavinnu.

Meðal verkefna sem við höfum unnið eru:

  • Fjölbýlishús við Akurhóla 2-6 á Selfossi, 37 íbúðir
  • Fjölbýlishús við Álalæk 18-34 á Selfossi, 36 íbúðir
  • Fjölbýlishús við Reykjamörk í Hveragerði, 10 íbúðir
  • Raflagnir í nýbyggingum á Selfossi

Akurhólar 2-6 Selfossi

Reykjamörk 4-6 Hveragerði

Reykjamörk 4-6 Hveragerði

 

Öryggiskerfi

Einnig tökum við að okkur uppsetningu og viðhald á hinum ýmsu öryggiskerfum, s.s. innbrotakerfum, brunaviðvörunarkerfum, aðgangsstýringu, myndavélakerfum og neyðarlýsingarkerfum.

TRS er þjónustuaðili Securitas á Suðurlandi og sér um uppsetningu og viðhald á öryggiskerfum sem talin eru upp hér að ofan.