fbpx

FULLSTERK ÞJÓNUSTULEIÐ

Við fylgjumst með lykilþáttum tölvukerfisins svo sem Windows uppfærslum, vírusvörnum, diskaplássi og minni. Ef upp koma atvik bregðast tæknimenn TRS við og hafa samband við viðskiptavin.

SJÁ NÁNAR

Markmið rekstrarþjónustu er að veita viðskiptavinum aðgang að færustu sérfræðingum á hverju sviði til að ná sem mestu út úr tölvukerfum þeirra fyrir fastan rekstrarkostnað.

OFFICE365 NÁMSKEIÐ

TRS Skólinn býður uppá námskeið þar sem Office365 skýjalausnin er kynnt frá grunni. Námskeiðið er í fjórum þrepum þar sem byrjað er frá grunni.

SJÁ NÁNAR

TRS er ISO/IEC 27001:2013 vottað fyrirtæki sem þýðir í stuttu máli að upplýsingaöryggi TRS er stjórnað samkvæmt ákveðnum ferlum og fagleg vinnubrögð eru viðhöfð í hvívetna.

Viðskiptavinir okkar skapa sér því sérstöðu hvað varðar öryggi sinna gagna, kerfis- og skýjaþjónustu. Hýsingarsalur okkar er tæknilega fullkominn og uppfyllir ströngustu öryggisstaðla og kröfur um uppitíma.

FRAMÚRSKARANDI

TRS hefur síðustu átta ár verið á lista CreditInfo um Framúrskarandi Fyrirtæki. Við erum afskaplega stolt af þessari viðurkenningu, enda aðeins um 2% fyrirtækja á Íslandi sem eru í þessum hópi.

blogg

Fimm ráð fyrir fjarfundi

Aðstæður í þjóðfélaginu hafa breyst mjög mikið á skömmum tíma en um leið hafa fjölmörg tækifæri skotið upp kollinum. Margir hafa til dæmis tekið upp breytta starfshætti og hafa fjarfundir leyst hefðbundna fundi af hólmi. Það eru nokkur atriði sem eru nauðsynleg að hafa í huga til að hámarka árangur af fjarfundum 

1. Farðu yfir búnaðinn

Vönduð heyrnartól með hljóðnema er skyldueign svo þú heyrir vel í öðrum á fundinum og þeir heyra í þérPrófaðu heyrnartólin, stilltu hljóðstyrk svo það sé þægilegt að hlusta og aðrir heyra vel í þér. Ekki er verra að vera með myndavél svo aðrir fundargestir geti líka séð þig. Best er að myndavélin sé í augnhæð. Samskiptin verða persónulegri þannig og þú tekur þig betur út. Athugaðu líka netsambandið. Netkapall getur verið betri kostur en þráðlausa netið.  

3. Hugaðu að aðstæðum

Athugaðu hvort rýmið sem þú ætlar að sitja í henti fyrir fjarfundMinna rými með góða hljóðvist er betra en stór salur eða staður með mikil umhverfishljóð. Hér geta heyrnartólin skipt miklu máli en góð heyrnartól með hljóðnema geta dregið úr umhverfishljóðum og auðveldað þér að heyra í hinum og þeim að heyra í þér. Gættu einnig að lýsingu vegna myndavélarinnar. Forðast skal baklýsingu s.s. glugga fyrir aftan þig, þar sem myndavélin á erfitt með að birta skýra mynd af þér við slíkar aðstæður. Betra er að ljósið sé fyrir framan þig og lýsi upp andlit þitt. Ef umhverfið á bak við þig truflar aðra (eða þig, t.d. draslið í stofunni heima) þá geta sum forritin hulið bakgrunninn í móðu (e. blur). 

5. Virðið fundartíma

Mættu á fundinn í það minnsta nokkrum mínútum fyrr. Þá eru allir tilbúnir þegar fundurinn hefst. Eins og með aðra fundi er mikilvægt  byrja og enda fjarfund á tilsettum tíma. 

2. Lærðu grunnatriðin

Kynntu þér forritin sem vinnustaðurinn notar til fjarfunda. Microsoft Teams er vinsæll kostur fyrir vinnustaði, það er aðgengilegt og auðvelt að tileinka sér grunnatriðin. Hér eru nokkur atriði sem gott er að kunna skil á: 

 • Kveikja (og slökkva) á myndavélinni 
 • Stilla hljóðnemann á hljóðlaust (þú kveikir svo þegar þú ætlar að leggja eitthvað til málanna) 
 • Deila skjánum – rétta skjánum 😉 
 • Deila skjölum í Teams 

4. Undirbúðu fundinn

Fjarfundir eru eins og allir aðrir fundir: Gott skipulag og vönduð fundarstjórn eykur gæði og skilvirkni funda. Það getur verið ráð að senda fundargestum dagskrána, t.d. í fundarboðinu, og virkja fundargesti með því að gefa þeim færi á að koma efni á framfæri. Fundarstjóri þarf að einnig að tryggja að allir séu virkir á fundinum. Gott er að huga að því hvernig fundargestir eiga að biðja um orðið. Á stórum fjarfundi er ekki endilega auðvelt að rétta upp hönd og það virkar afar illa ef fólk er ekki með myndavél. Spjallþráðurinn í Teams getur komið sterkur inn hér. 

TRS er þjónustufyrirtæki sem hefur áratuga reynslu af rekstri tölvukerfa en við bjóðum upp á persónulega þjónustu sem er sérsniðin að þínum þörfum.
 
Öryggi er okkur hjartans mál en við bjóðum uppá ýmsar lausnir sem koma öryggismálum þínum á næsta stig. Skoðaðu öryggislausnir okkar hér.
Katrín Møller Eiríksdóttir

Katrín Møller Eiríksdóttir

Tæknimaður

Mögnuð uppfærsla í vændum

Nú styttist í næstu stóru uppfærslu á Windows 10. Microsoft hefur lagt í vana sinn að senda frá sér tvær stórar uppfærslur á Windows 10 á hverju ári. Í fyrra gerðist það í maí og í nóvember. Næsta uppfærsla kallast Windows 10 20H1 og ber útgáfunúmerið 2004Samkvæmt hefðinni er uppfærslan væntanleg á fyrri helmingi ársins en ef útgáfunúmerið er áreiðanleg vísbending gæti uppfærslan komið í apríl enda mánuðurinn sá fjórði á árinu 2020, þar af 2004.

Þessar stóru uppfærslur sem á ensku nefnast feature updates innihalda nýjungar í stýrikerfinu sem Microsoft er oftast búinn að afhjúpa löngu áður. Microsoft prófar nefnilega ýmsa eiginleika með því að leyfa þeim sem eru í svokölluðum Insider-hópi að fá uppfærslurnar á undan almenningiInsider-hópurinn er opinn öllum sem hafa áhuga að prufukeyra nýjungar í Windows-stýrikerfinu og er engrar tæknikunnáttu krafist. 

Þar sem Microsoft hefur um skeið leyft Insider-fólkinu að prófa ýmsar nýjungar, þá eru þeir búnir að svipta hulunni af því sem koma skal í næstu uppfærslu. Margt bendir til að næsta stóra uppfærsla verður ein af þeim stærstu um árabil.

Hvað er í vændum?

Breytilegar fartölvur

Það eru spennandi tímar fram undan fyrir þá sem eru með fartölvur sem hægt er að breyta í spjaldtölvu, til dæmis með því að snúa skjáinn 360° eða fjarlægja lyklaborðið (2-í-1-tæki). Microsoft hefur nefnilega tilkynnt að voruppfærslan af Windows 10 bjóði upp á nýja upplifun fyrir þá sem eru með slíkar græjur. Í nýja spjaldtölvuhamnum (e. tablet mode) stækkar bilið milli flýtileiða á verkstikunni neðst á skjánum, leitarglugginn á stikunni verður að hnappi og kalla má fram lyklaborð á skjánum með einu pikki. Þannig verðumun þægilegra að nota tölvuna í spjaldtölvuham á sama tíma útlitið sem við þekkjum sem Windows 10 úr borð- og fartölvum fær að halda sín. 

Cortana

Snjalla aðstoðin í Windows, fær líka yfirhalningu. Hún mun geta tekið við fleiri skipunum og svarað enn fleiri spurningum. Nú verður líka stuðningur fyrir bæði ljóst og dökkt útlitsþema svo hún verður í stíl við útlitið á stýrikerfinu.  

File Explorer

File Explorer, eða Skráavafrinn eins og hann kallast á hinu ástkæra ylhýra, fær bráðnauðsynlega yfirhalningu í nýju 2004-útgáfunni af Windows 10. Microsoft hefur hlustað á notendur sem kölluðu eftir bættri leit í File Explorer enda hafa ýmis vandamál hrjáð File Explorer undanfarið. Leitin verður framvegis drifin af Windows Search sem opnar fyrir möguleika á að sækja upplýsingar úr OneDrive til viðbótar við gögn á tölvunniÞá munu einnig birtast tillögur sem hægt er að velja úr um leið og skrifað er í leitarglugganumHægt verður að opna staðsetningu skráa með því að hægrismella á tillögurnar og leitarsaga mun birtast þegar smellt er í leitargluggann sem auðveldar til muna að finna skrár sem nýlega hefur verið leitað að. 

Lykilorð/Auðkenning

Svo eru frábærar fréttir fyrir þeim sem er illa við lykilorð: Nýja uppfærslan býður upp á að nota fingrafar, pin-númer og Windows Hello Face (lífkenni/andlitsauðkenning) til að auðkenna sig inn á tölvuna með (að því gefnu að notaður er Microsoft-reikningur til innskráningar)Að sögn Microsoft á þetta, ásamt tveggja þátta auðkenningu, að auka öryggi og bæta upplifunina. Hægt er að virkja lykilorðalausa innskráningu í stillingum í Windows 10.  

Þetta eru bara hluti af þeim nýjungum sem bíða í nýrri uppfærslu. Hægt er að skoða ítarlegri lista með nýjungunum hér.

Greinin er byggð á www.express.co.uk/life-style/science-technology/1239451/Windows-10-update-Microsoft-20H1-best-features-revealed  

TRS er þjónustufyrirtæki sem hefur áratuga reynslu af rekstri tölvukerfa en við bjóðum upp á persónulega þjónustu sem er sérsniðin að þínum þörfum.
 
Öryggi er okkur hjartans mál en við bjóðum uppá ýmsar lausnir sem koma öryggismálum þínum á næsta stig. Skoðaðu öryggislausnir okkar hér.
Katrín Møller Eiríksdóttir

Katrín Møller Eiríksdóttir

Tæknimaður

Eru Öryggismálin í lagi?

Það virðist ekki vera neitt lát á fjölda svindlpósta og öryggisárása á síðustu árum, þvert á móti aukast þær ef eitthvað er.

Sama hvort um er að ræða tölvuhakkara sem vinnur einn eða skipulagða glæpastarfssemi er reynt allt frá því að hafa áhrif á úrslit kosninga til þess að komast yfir peninga. Það síðarnefnda er þó okkur mikið nær í dag og er að aukast til muna. Ísland er síður en svo undanskilið þessum hættum og má segja að heimurinn sé allur í jafn mikilli hættu gagnvart þessari ógn.  

Hvaða aðferð eiga þessir óprúttnu aðilar sameiginlegt um að nota, jú gamla góða tölvupóstinn. 

Af hverju tölvupósturinn?

Tölvupóstur er lang algengasta samskiptaformið í dag og er notað af næstum öllum jarðarbúum sem hafa aðgang að tölvu. 2017 voru tölvupóstnotendur í heiminum 3,7 milljarðar og er áætlað að þeim fjölgi í 4,4 milljarða árið 2023. 

Tölvupóstur er ókeypis, lítill rekjanleiki og mjög óöruggur. Tölvupóstur getur svo innihaldið vísanir í hvaða vefsíður sem er og innihaldið viðhengi sem geta gert þér lífið leitt.

Samskiptamiðlar eins og Facebook hafa heldur ekki sloppið við óværur og mjög algengt er að skaðleg forrit feli sig í fölskum forritum, myndböndum og notendareikningum.

Öll von er samt ekki úti. Með aukinni þekkingu notenda og bættu öryggi fyrirtækja er hægt að stórauka öryggi tölvupóstsins. Í næstu málsgreinum förum við yfir það helsta sem mælt er með að gera til að gera þitt tölvuumhverfi öruggara

Vírusvörn

Góð vírusvörn skiptir miklu máli. Besta er að búa þannig um hnútana að óværurnar komist ekki að tölvunni en ef þær gera það er eins gott að vírusvörnin sé í lagi. Bestu vírusvarnirnar í dag eru komnar með gervigreind til þess að meta hvort skrár og vefslóðir séu hættulegar, það eykur öryggið og minnkar líkurnar á því að vörnin sé ekki uppfærð.

O365 ATP

Office 365 Advanced Threat Protection er vörn fyrir þá sem eru með póstinn sinn í Microsoft Office 365. ATP ver Office 365 notendur fyrir óværum í viðhengjum og vefslóðum í tölvupóstinum. Með ATP er einnig hægt að gera fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að óprúttnir aðilar eigi ekki við póstkerfi fyrirtækisins.

Afritun

Sama hvort gögnin eru geymd í skýjalausnum eins og Office 365 eða Google er alltaf gott að hafa afrit. Ef óværa kemst inn er skaðinn oft skeður. Flestar skýjalausnir færa gögn af tölvum beint í skýið og segir það sig þá sjálft að vírussmituð skjöl eru þar á meðal. Þá getur verið gott að grípa til afrits.

DKIM, DMARC og SPF

Þetta tríó eykur stórlega öryggið á tölvupóstinum og léni fyrirtækisins. Með þetta þrennt í lagi er kominn ákveðinn gæðastimpill á lénið.

DKIM (DomainKeys Identified Mail) gerir auðveldara fyrir viðtakanda póstsins að sannreyna hvort sendandinn er sá sem hann segist vera. Má segja að DKIM sé eins konar upprunavottun.

SPF (Sender Policy Framework ) stýrir því hvort viðkomandi lén megi senda tölvupósta í gegnum póstþjóna fyrirtækisins eða hýsingaraðila.

DMARC (Domain-based Message Authentication, Reporting and Conformance ) stýrir svo hvað verður um póstinn ef DKIM og SPF standast ekki kröfur.

Windows upfærslur

Windows stýrikerfið tekur stöðugum breytingum og óprúttnir aðilar finna stöðugt leiðir til að komast inn í það og nýta sér veikleika. Microsoft er duglegt að senda frá sér lagfæringar og öryggisplástra. Ef að Windows er leyft að uppfæra sig reglulega stór eykst öryggi kerfisins. Regluleg endurræsing er nauðsynleg og ætti helst að gera á hverjum degi.

Tveggja þátta auðkenning

Flestir eru farnir að kannast við tveggja þátta auðkenningu (2 factor authentication) úr íslenska bankakerfinu og frá fleiri ríkisstofnunum. Með þessu er hægt að sjá til þess að glæpamenn komist ekki með venjulegum leiðum inn í tölvupóstinn þó svo að þeir hafi lykilorðið. Þegar notandi skráir sig inn fær hann tilkynningu í símann sinn sem hann samþykkir. Ef það er ekki gert er notandi ekki skráður inn. Einfalt.

Fræðsla starfsmanna

Síðast en ekki síst er að mínu mati mikilvægasta atriðið. Það er að fræða fólk og kenna hvernig greina eigi svindlpósta ásamt því að kenna því að skilja hvar hætturnar liggja. Stutt námskeið getur skipt öllu og má alls ekki vanmeta mannlega þáttinn í öllum vörnum fyrirtækisins.

Að lokum

Öll þessi atriði sem talin eru upp hér að ofan eru lykil atriði í því að forða fyrirtækjum frá fjárhagslegu tjóni. Sérfræðingar TRS hafa áratuga reynslu af rekstri tölvukerfa og hafa innanborðs sérfræðinga sem eru með þeim bestu í að leysa öll þessi vandamál sem talin eru upp í þessari grein.

TRS hefur ávallt nýjustu og bestu lausnirnar á markaðnum ásamt því að bjóða upp á námskeið til fyrirtækja í TRS skólanum þar sem kennaramenntaður tæknimaður sér um að fræða þitt fyrirtæki.

Ef þessi grein hefur vakið upp spurningar eða áhuga á að fræðast meira um hvernig netöryggi er háttað í þínu fyrirtæki er þér velkomið að fylla út formið hér að neðan eða senda okkur tölvupóst á netfangið security@trs.is. Við höfum samband um hæl og förum yfir málin án kostnaðar eða skuldbindingar.

TRS er þjónustufyrirtæki sem hefur áratuga reynslu af rekstri tölvukerfa en við bjóðum upp á persónulega þjónustu sem er sérsniðin að þínum þörfum.
 
Öryggi er okkur hjartans mál en við bjóðum uppá ýmsar lausnir sem koma öryggismálum þínum á næsta stig. Skoðaðu öryggislausnir okkar hér.
 
Þér er velkomið að hafa samband við greinarhöfund ef spurningar vakna.

fréttir

Myndavélakerfi fyrir Brunavarnir Árnessýslu

Brunavarnir Árnessýslu og TRS hafa gert samning um að TRS sjái um uppsetningu og rekstur á myndavélakerfi í starfsstöðvum Brunavarna Árnessýslu. Samningurinn er gerður að undangengnu útboði. Í verkefninu fellst uppsetning 360°-myndavélum á öllum starfsstöðvum Brunavarna Árnessýslu. Starfsstöðvarnar eru sjö talsins en auk Selfoss eru stöðvar í Árnesi, Reykholti, Hveragerði, Þorlákshöfn, á Flúðum og Laugarvatni. Stjórnendur munu geta tengst nýja myndavélakerfinu gegnum bæði vafra og snjalltæki og geta þannig fylgst með hvaðan sem er. Myndavélakerfið mun auka öryggi til muna, sérstaklega á minni stöðvunum. G. Smári Jónsson, rafvirkjameistari hjá TRS, mun hafa yfirumsjón með uppsetningunni.

Frá undirritun samningsins, G. Smári Jónsson rafvirkjameistari hjá TRS og Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu

Stuðningur við Windows 7 hættir

Stuðningur við Windows 7 hættir

Þann 14. janúar 2020 hætti Microsoft stuðningi við Windows 7 stýrikerfið.

Það þýðir að frá og með þeim degi koma ekki fleiri stýrikerfisuppfærslur eða öryggisplástrar sem gerir kerfið mun líklegra til að verða fyrir tölvuárásum eða innbrotum.

Microsoft hætti í raun stuðningi við kerfið í janúar 2015 en hefur haldið úti þjónustu við kerfið fram til 14. janúar 2020.

Mörg fyrirtæki eru ennþá með Windows 7 í notkun þó svo að stýrikerfið sé orðið níu ára gamalt.

Microsoft hefur látið Windows 7 notendur vita af þessu reglulega á síðasta ári en nú verða tilkynningarnar ennþá stærri.

Þann 15. janúar n.k. munu birtast tilkynningar sem fylla allan skjáinn hjá notandanum og minnir á að stuðningur við stýrikerfið sé ekki lengur til staðar.

Þrír valmöguleikar verða í boði til að losna við skilaboðin sem eru að minna á seinna, fræðast nánar eða ekki minna aftur á. Skilaboðin munu birtast á skjánum þar til valið hefur verið eitthvað af þessum valmöguleikum.

Viðskiptavinir TRS í Rekstrarþjónustunni hafa aðgang að aldri og ábyrgðastöðu sinna véla en fræðast má meira um það á vefsíðunni okkar www.trs.is/rekstrarthjonusta/ eða senda okkur póst á sala@trs.is

Tillögur að tölvuuppfærslum má nálgast á heimasíðunni okkar í gegnum þessa slóð. 
https://www.trs.is/studningur-vid-windows-7-haettir-nyjar-velar

TRS ehf. Framúrskarandi fyrirtæki, áttunda árið í röð.

CreditInfo hefur nú áttunda árið í röð, tilkynnt að TRS ehf. falli í flokk „Framúrskarandi fyrirtækja“ á Íslandi. TRS ehf. er í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem falla í þennan flokk þetta árið, en það gera 874 fyrirtæki af um 33.300 skráðum fyrirtækjum. TRS ehf. er í hópi 153 fyrirtækja sem hafa verið á þessum lista samfellt í átta ár. Fyrir þessa viðurkenningu eru stjórnendur og starfsfólk TRS bæði þakklát og stolt.

Grundvöllur þess að falla í flokk Framúrskarandi fyrirtækja er að:

 • hafa skilað ársreikningum 2016-2018
 • hafa skilað ársreikningi fyrir 2018 á réttum tíma skv. lögum
 • falla í lánshæfisflokk 1, 2 eða 3
 • rekstrarhagnaður (EBIT) hafi verið jákvæður rekstrarárin 2016-2018
 • ársniðurstaða hafi verið jákvæð rekstrarárin 2016-2018
 • eiginfjarhlutfall sé og hafi verið yfir 20% þrjú ár í röð
 • skráður sé framkvæmdastjóri í fyrirtækjaskrá RSK
 • fyrirtækið sé virkt skv. skilgeiningu CreditInfo
 • rekstrartekjur hafi verið a.m.k. 50 m.kr. rekstrarárin 2017 og 2018
 • heildareignir séu yfir 100 m.kr.

TRS er númer 321 í röðinni í flokknum meðalstór fyrirtæki (eignir 200-1000 mkr.), en alls eru 393 fyrirtæki sem falla í þann flokk. Að vera í flokki Framúrskarandi fyrirtækja er viðurkenning á góðum, heilbrigðum og traustum rekstri. Nánari upplýsingar um Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi 2019 er að finna á sérvef mbl.is : https://www.mbl.is/vidskipti/ff2019/

netverslun

SJÁ MEIRA

tengdu við okkur:

HAFA SAMBAND