fbpx

FULLSTERK ÞJÓNUSTULEIÐ

Við fylgjumst með lykilþáttum tölvukerfisins svo sem Windows uppfærslum, vírusvörnum, diskaplássi og minni. Ef upp koma atvik bregðast tæknimenn TRS við og hafa samband við viðskiptavin.

SJÁ NÁNAR

Markmið rekstrarþjónustu er að veita viðskiptavinum aðgang að færustu sérfræðingum á hverju sviði til að ná sem mestu út úr tölvukerfum þeirra fyrir fastan rekstrarkostnað.

OFFICE365 NÁMSKEIÐ

TRS Skólinn býður uppá námskeið þar sem Office365 skýjalausnin er kynnt frá grunni. Námskeiðið er í fjórum þrepum þar sem byrjað er frá grunni.

SJÁ NÁNAR

TRS er ISO/IEC 27001:2013 vottað fyrirtæki sem þýðir í stuttu máli að upplýsingaöryggi TRS er stjórnað samkvæmt ákveðnum ferlum og fagleg vinnubrögð eru viðhöfð í hvívetna.

Viðskiptavinir okkar skapa sér því sérstöðu hvað varðar öryggi sinna gagna, kerfis- og skýjaþjónustu. Hýsingarsalur okkar er tæknilega fullkominn og uppfyllir ströngustu öryggisstaðla og kröfur um uppitíma.

FRAMÚRSKARANDI

TRS hefur síðustu ellefu ár verið á lista CreditInfo um Framúrskarandi Fyrirtæki. Við erum afskaplega stolt af þessari viðurkenningu, enda aðeins um 2% fyrirtækja á Íslandi sem eru í þessum hópi.

blogg

Windows 11 – á ég að uppfæra?

Nýlega leit Windows 11 dagsins ljós en stýrikerfið verður arftaki Windows 10 sem kom út fyrir sex árum síðan. Meðal nýjunga í Windows 11 má nefna að start-hnappurinn og verkstikan (e. taskbar) sitja nú fyrir miðju skjásins og fleiri möguleikar eru í boði fyrir uppröðun á gluggum (fyrir forrit sem styðja slíkt). Útlitið hefur fengið yfirhalningu og er ferskara en þeir sem þekkja Windows 10 ættu samt að eiga auðvelt með að rata í Windows 11. Power Automate er innbyggt í Windows 11 en forritið gerir notendum kleift að búa til ferla (e. flows) með lágmarks forritunarkunnáttu. Sem dæmi væri hægt að búa til feril sem vistar skilaboð sjálfkrafa í OneNote, sendir tilkynningu þegar ný skjöl birtast í SharePoint o.fl. Framundan er síðan uppfærsla á versluninni (Microsoft Store) sem mun opna fyrir möguleika á að keyra Android-öpp á tölvunum. Auk þessa hefur öryggi stýrikerfisins verið beturumbætt og uppfært frá því sem menn þekkja úr Windows 10.

Windows 11 mun koma uppsett á öllum nýjum pc-tölvum innan tíðar en tölvur sem keyra Windows 10 geta sótt nýja stýrikerfið sem uppfærslu. Uppfærslan rúllar út á tölvurnar í hollum og hafa fyrstu hóparnir þegar fengið tilkynningu um að uppfærslan sé orðin aðgengileg. Aðrir munu fá slíka tilkynningu á næstu vikum og mánuðum. Það er rétt að benda á að eldri tölvur gætu lent í vandræðum með að keyra Windows 11 og því rétt að athuga fyrst hvort tölvan ráði við uppfærsluna áður en haldið er af stað.

Getur tölvan mín keyrt Windows 11?

Ef þú ert með nýlega pc-vél þá eru allar líkur á að hún geti keyrt Windows 11. Helstu lámarkskröfur fyrir Windows 11 eru:

1 GHz örgjörvi eða hraðari með minnst tveimur kjörnum

4 GB vinnsluminni

64 GB laust pláss á harða diskinum og meira fyrir uppfærslur í framtíðinni

UEFI og Secure boot

TPM (Trusted Platform Module) v2.0

High definition skjár sem er að lámarki 9 tommur horn í horn

Netsamband

Þú getur athugað hvort tölvan þín uppfyllir kröfurnar með því að opna PC Health Check-appið sem er innbyggt í Windows 10 (smelltu á stækkunarglerið eða leitarreitinn hjá start-hnappnum og skrifaðu PC Health). Appið skannar tölvuna og segir þá til um hvort lámarkskröfum er uppfyllt og tölvan geti keyrt Windows 11. Athugaðu samt að það gætu verið öpp og forrit uppsett á tölvunni þinni frá þriðja aðila sem virka illa eða alls ekki á Windows 11. Þessi forrit gætu þurft uppfærslu til virka. Eins ef þú ert með eldri tölvu má vera að hún sé ekki með TPM 2.0 sem er skilyrði fyrir Windows 11. TPM er búnaður sem er hannaður til að auka öryggi tölvunnar og gerir þjónustum á borð við BitLocker og Windows Hello kleift að keyra og sannreyna að stýrikerfið á tölvunni þinni sé eins og það á að vera.

Ef þú ert í vafa, heyrðu þá í sérfræðingum okkar áður en þú uppfærir tölvuna. Stjórnendur fyrirtækja og stofnananna eru einnig hvattir til að leita ráða hjá sérfræðingum áður en reynt er að uppfæra útstöðvar til að forðast ófyrirséð vandamál. Windows 10 verður stutt til 2025 svo það er enn nægur tími til gera ráðstafanir áður en Windows 10 verður orðið úrelt. Helstu rökin fyrir að uppfæra í Windows 11 eru öryggið á tölvunni og því er ekki úr vegi að fara að huga að uppfærslu eða í það minnsta kanna hvort vélbúnaðurinn ráði við það.

TRS er þjónustufyrirtæki sem hefur áratuga reynslu af rekstri tölvukerfa en við bjóðum upp á persónulega þjónustu sem er sérsniðin að þínum þörfum.
 
Öryggi er okkur hjartans mál en við bjóðum uppá ýmsar lausnir sem koma öryggismálum þínum á næsta stig. Skoðaðu öryggislausnir okkar hér.

Fjögur verkfæri til skipulagningar

Winston Churchill sagði einu sinni að „þeim farnast betur sem skipuleggja sig, jafnvel þó þeir fari sjaldan eftir eigin skipulagi.“ Þessa dagana snúa margir aftur til starfa að loknu sumarfríi enda nýr vetur framundan með tilheyrandi verkefnum og tækifærum. Þá er gott að huga að skipulagningu á starfinu til að fá yfirsýn yfir verkefnin. Til eru ýmis verkfæri til að auðvelda þessa vinnu en þeir sem eru með Office 365 eru með fjölda hentugra forrita við hendina nú þegar. Hér verða fjögur þeirra kynnt.

person holding pencil and stick note beside table

Microsoft Teams

Samvinna er afar mikilvægt í nútímaheimi en útfærslan getur við ólík eftir því hvert verkefnið er. Flestir þekkja orðið Teams sem vettvang fjarfunda en þar er einnig hægt að búa til hópa fyrir ákveðin verkefni eða samvinnuhópa. Þegar nýr hópur (e. team) er stofnaður er auðvelt að stýra hverjir eiga að hafa aðgang að honum. Einnig má setja inn gögn á gagnasvæðið sem hópurinn fær úthlutað og svo er auðvitað hægt að tengja inn ýmis forrit á borð við OneNote og Planner sem hópurinn getur notað.

macbook pro displaying group of people

Skólastjórnendur og kennarar geta búið til sérstaka hópa fyrir samstarfsfólk eða bekki sem hafa fleiri möguleika en hefðbundinn hópur. Með bekkjar- og samstarfshópum fyrir skóla er hægt að fá bekkjarglósubók eins og menn þekkja úr OneNote. Kennarar hafa einnig betri tök á að stýra umræðum í bekkjarhópi. Teams býður upp á verkefnaþátt þar sem má setja fyrir, vinna, skila og gefa fyrir verkefni. Nemendur geta með einföldum hætti séð þau verkefni sem kennarar hafa sett fyrir, þeir geta unnið verkefnin inni í Office 365 og fengið áminningu um að skila þurfi verkefni. Kennarar geta tekið við verkefnum og gefið fyrir, allt inni í sama þættinum í Teams auk þess sem þeir geta séð ýmsa tölfræði þar

Sway

Þarftu að senda út einfallt fréttabréf þá gæti Sway verið málið. Sway er mjög notendavænt app sem hentar vel til að setja upp t.d. fréttabréf án þess að þurf að verja miklum tíma í útlitshönnun. Með appinu fylgja tilbúin sniðmát og því auðvelt að hefjast handa. Hægt er að vinna efni í Sway og deila því þegar það er tilbúið. Skólafólk gætu einnig nýtt sér Sway til að búa til litlar rafbækur, fréttabréf bekkjar, upplýsingabréf eða látið nemendur setja fram efni þar í tengslum við verkefni.

OneNote

OneNote er flott glósuapp sem má nýta á marga vegu. Þar er hægt að búa til gát- og minnislista, setja inn myndir, texta, klippur og annað efni frá t.d. netinu ef maður rekst á eitthvað sniðugt. Einnig má setja inn skjöl eins og væri það minnistafla á vegg. Í OneNote er fjöldi merkimöguleika sem nýtast til að flokka og auðkenna punkta eftir efnisatriðum. Þeir sem eru með OneNote á snjalltæki, t.d. spjaldtölvu með penna, geta einnig skrifað, teiknað og krotað beint inn í appið eins og væri það hefðbundið blað – kjörið fyrir hugstormun. OneNote fylgir með Windows 10 en er einnig til sem app fyrir flest snjalltæki. Með Office 365 er hægt að láta OneNote glósubók samstillast milli tækja og deila henni með öðrum.

Planner

Fyrir þá sem þurfa að halda utan um stærri verkefni borgar sig að kíkja á Planner. Þar er hægt að búta verkefni niður í smærri einingar, úthluta verkþætti á ákveðna starfsmenn og fylgjast með framgangi verkefna. Einnig er hægt að nota Planner fyrir minnislista þar sem hakað er við fyrir hvern þátt sem er lokið. Planner má tengja við hóp (e. team) inni í Teams en er líka aðgengilegt sem sérstakt forrit í Office 365 vefviðmótinu og sem app fyrir snjallsíma. Fyrir þá sem vilja enn öflugra tæki til verkefnastjórnunar má benda á Project sem einnig er hluti af Office 365.

white printer paperr

Ef fyrirtækið þitt eða stofnun vantar aðstoð við að kynna starfsfólki fyrir möguleikum Office 365 og kenna því að nota lausnirnar þá getur TRS aðstoðað. Í TRS skólanum má finna hugmyndir að námskeiðum. Einnig er hægt að senda póst á hjalp@trs.is fyrir frekari upplýsingar.

TRS er þjónustufyrirtæki sem hefur áratuga reynslu af rekstri tölvukerfa en við bjóðum upp á persónulega þjónustu sem er sérsniðin að þínum þörfum.
 
TRS Skólinn býður upp á námskeið sem henta fyrirtækjum og stofnunum. Námskeiðin eru fjölbreytt og er áhersla lögð á að nemendur geti nýtt efnið beint í starfi. Í boði eru námskeið í útvöldum forritum og lausnum frá Microsoft en einnig örnámskeið þar sem farið er yfir atriði sem eru sérsniðin að þörfum vinnustaðarins.

Fimm ráð fyrir fjarfundi

Aðstæður í þjóðfélaginu hafa breyst mjög mikið á skömmum tíma en um leið hafa fjölmörg tækifæri skotið upp kollinum. Margir hafa til dæmis tekið upp breytta starfshætti og hafa fjarfundir leyst hefðbundna fundi af hólmi. Það eru nokkur atriði sem eru nauðsynleg að hafa í huga til að hámarka árangur af fjarfundum 

1. Farðu yfir búnaðinn

Vönduð heyrnartól með hljóðnema er skyldueign svo þú heyrir vel í öðrum á fundinum og þeir heyra í þérPrófaðu heyrnartólin, stilltu hljóðstyrk svo það sé þægilegt að hlusta og aðrir heyra vel í þér. Ekki er verra að vera með myndavél svo aðrir fundargestir geti líka séð þig. Best er að myndavélin sé í augnhæð. Samskiptin verða persónulegri þannig og þú tekur þig betur út. Athugaðu líka netsambandið. Netkapall getur verið betri kostur en þráðlausa netið.  

3. Hugaðu að aðstæðum

Athugaðu hvort rýmið sem þú ætlar að sitja í henti fyrir fjarfundMinna rými með góða hljóðvist er betra en stór salur eða staður með mikil umhverfishljóð. Hér geta heyrnartólin skipt miklu máli en góð heyrnartól með hljóðnema geta dregið úr umhverfishljóðum og auðveldað þér að heyra í hinum og þeim að heyra í þér. Gættu einnig að lýsingu vegna myndavélarinnar. Forðast skal baklýsingu s.s. glugga fyrir aftan þig, þar sem myndavélin á erfitt með að birta skýra mynd af þér við slíkar aðstæður. Betra er að ljósið sé fyrir framan þig og lýsi upp andlit þitt. Ef umhverfið á bak við þig truflar aðra (eða þig, t.d. draslið í stofunni heima) þá geta sum forritin hulið bakgrunninn í móðu (e. blur). 

5. Virðið fundartíma

Mættu á fundinn í það minnsta nokkrum mínútum fyrr. Þá eru allir tilbúnir þegar fundurinn hefst. Eins og með aðra fundi er mikilvægt  byrja og enda fjarfund á tilsettum tíma. 

2. Lærðu grunnatriðin

Kynntu þér forritin sem vinnustaðurinn notar til fjarfunda. Microsoft Teams er vinsæll kostur fyrir vinnustaði, það er aðgengilegt og auðvelt að tileinka sér grunnatriðin. Hér eru nokkur atriði sem gott er að kunna skil á: 

  • Kveikja (og slökkva) á myndavélinni 
  • Stilla hljóðnemann á hljóðlaust (þú kveikir svo þegar þú ætlar að leggja eitthvað til málanna) 
  • Deila skjánum – rétta skjánum 😉 
  • Deila skjölum í Teams 

4. Undirbúðu fundinn

Fjarfundir eru eins og allir aðrir fundir: Gott skipulag og vönduð fundarstjórn eykur gæði og skilvirkni funda. Það getur verið ráð að senda fundargestum dagskrána, t.d. í fundarboðinu, og virkja fundargesti með því að gefa þeim færi á að koma efni á framfæri. Fundarstjóri þarf að einnig að tryggja að allir séu virkir á fundinum. Gott er að huga að því hvernig fundargestir eiga að biðja um orðið. Á stórum fjarfundi er ekki endilega auðvelt að rétta upp hönd og það virkar afar illa ef fólk er ekki með myndavél. Spjallþráðurinn í Teams getur komið sterkur inn hér. 

TRS er þjónustufyrirtæki sem hefur áratuga reynslu af rekstri tölvukerfa en við bjóðum upp á persónulega þjónustu sem er sérsniðin að þínum þörfum.
 
Öryggi er okkur hjartans mál en við bjóðum uppá ýmsar lausnir sem koma öryggismálum þínum á næsta stig. Skoðaðu öryggislausnir okkar hér.

fréttir

Undirritun samnings við Sveitarfélagið Árborg

Nýverið var undirritaður samningur um hýsingu og rekstur á tölvukerfum Sveitarfélagsins Árborgar við TRS.

Samningur þessi er gerður að undangengnum útboði sem Ríkiskaup annaðist og var TRS með lægsta tilboðið af fjórum aðilum.

Frá TRS Karl Ó. Kristbjarnarson og Gunnar B Þorsteinsson , frá Árborg Fjóla Kristinsdóttir og Sigríður M. Björgvinsdóttir.

TRS hlýtur Jafnlaunavottun

TRS ehf. er í hópi þeirra 413 fyrirtækja sem hafa hlotið jafnlaunavottun frá Jafnréttisstofu samkvæmt jafnlaunastaðinum IST 85:2012.  Vottunin er mikilvægt skref í að uppfylla markmið um jafnréttis- og jafnlaunastefnu fyrirtækisins.

Markmið TRS er að allt starfsfólk, óháð kyni, skuli njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að engin ómálefnalegur launamunur sé til staðar.

Innleiðing á jafnlaunakerfinu er samkvæmt stjórnendum TRS mjög jákvætt skref í þróun fyrirtækisins og hefur leitt til mun faglegri og markvissari vinnubragða við mat launa í fyrirtækinu.

BSI á Íslandi framkvæmdi úttektina í september síðastlinum og hlaut TRS vottunina í kjölfarið.  Þetta er annar staðalinn sem TRS hlýttur vottun samkvæmt, en fyrirtækið er einnig vottað skv. alþjóðlega upplýsingaöryggistaðlinum ISO/IEC 27001:2013.

TRS ehf. „Framúrskarandi fyrirtæki“, ellefta árið í röð

CREDITINFO hefur nú, ellefta árið í röð, tilkynnt að TRS ehf. falli í flokk „Framúrskarandi fyrirtækja“ 

TRS ehf. er í hópi um 2% íslenskra fyrirtækja sem falla í þennan flokk þetta árið, en það gera einungis tæplega 900 fyrirtæki af um 40.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi. TRS er nr. 164 í hópi meðalstórra fyrirtækja á listanum.

TRS ehf. er í hópi um 37 fyrirtækja sem hafa verið á þessum lista samfellt í ellefu ár, eða frá og með árinu 2012 

Grundvöllur þess að falla í flokk Framúrskarandi fyrirtækja er að

 

Að vera í flokki Framúrskarandi fyrirtækja, er viðurkenning á góðum, heilbrigðum  og traustum rekstri, sem ber að þakka öflugu starfsfólki og traustum viðskiptavinum.

tengdu við okkur:

HAFA SAMBAND