fbpx

FULLSTERK ÞJÓNUSTULEIÐ

Við fylgjumst með lykilþáttum tölvukerfisins svo sem Windows uppfærslum, vírusvörnum, diskaplássi og minni. Ef upp koma atvik bregðast tæknimenn TRS við og hafa samband við viðskiptavin.

SJÁ NÁNAR

Markmið rekstrarþjónustu er að veita viðskiptavinum aðgang að færustu sérfræðingum á hverju sviði til að ná sem mestu út úr tölvukerfum þeirra fyrir fastan rekstrarkostnað.

OFFICE365 NÁMSKEIÐ

TRS Skólinn býður uppá námskeið þar sem Office365 skýjalausnin er kynnt frá grunni. Námskeiðið er í fjórum þrepum þar sem byrjað er frá grunni.

SJÁ NÁNAR

TRS er ISO/IEC 27001:2013 vottað fyrirtæki sem þýðir í stuttu máli að upplýsingaöryggi TRS er stjórnað samkvæmt ákveðnum ferlum og fagleg vinnubrögð eru viðhöfð í hvívetna.

Viðskiptavinir okkar skapa sér því sérstöðu hvað varðar öryggi sinna gagna, kerfis- og skýjaþjónustu. Hýsingarsalur okkar er tæknilega fullkominn og uppfyllir ströngustu öryggisstaðla og kröfur um uppitíma.

FRAMÚRSKARANDI

TRS hefur síðustu tíu ár verið á lista CreditInfo um Framúrskarandi Fyrirtæki. Við erum afskaplega stolt af þessari viðurkenningu, enda aðeins um 2% fyrirtækja á Íslandi sem eru í þessum hópi.

blogg

Fjögur verkfæri til skipulagningar

Winston Churchill sagði einu sinni að „þeim farnast betur sem skipuleggja sig, jafnvel þó þeir fari sjaldan eftir eigin skipulagi.“ Þessa dagana snúa margir aftur til starfa að loknu sumarfríi enda nýr vetur framundan með tilheyrandi verkefnum og tækifærum. Þá er gott að huga að skipulagningu á starfinu til að fá yfirsýn yfir verkefnin. Til eru ýmis verkfæri til að auðvelda þessa vinnu en þeir sem eru með Office 365 eru með fjölda hentugra forrita við hendina nú þegar. Hér verða fjögur þeirra kynnt.

person holding pencil and stick note beside table

Microsoft Teams

Samvinna er afar mikilvægt í nútímaheimi en útfærslan getur við ólík eftir því hvert verkefnið er. Flestir þekkja orðið Teams sem vettvang fjarfunda en þar er einnig hægt að búa til hópa fyrir ákveðin verkefni eða samvinnuhópa. Þegar nýr hópur (e. team) er stofnaður er auðvelt að stýra hverjir eiga að hafa aðgang að honum. Einnig má setja inn gögn á gagnasvæðið sem hópurinn fær úthlutað og svo er auðvitað hægt að tengja inn ýmis forrit á borð við OneNote og Planner sem hópurinn getur notað.

macbook pro displaying group of people

Skólastjórnendur og kennarar geta búið til sérstaka hópa fyrir samstarfsfólk eða bekki sem hafa fleiri möguleika en hefðbundinn hópur. Með bekkjar- og samstarfshópum fyrir skóla er hægt að fá bekkjarglósubók eins og menn þekkja úr OneNote. Kennarar hafa einnig betri tök á að stýra umræðum í bekkjarhópi. Teams býður upp á verkefnaþátt þar sem má setja fyrir, vinna, skila og gefa fyrir verkefni. Nemendur geta með einföldum hætti séð þau verkefni sem kennarar hafa sett fyrir, þeir geta unnið verkefnin inni í Office 365 og fengið áminningu um að skila þurfi verkefni. Kennarar geta tekið við verkefnum og gefið fyrir, allt inni í sama þættinum í Teams auk þess sem þeir geta séð ýmsa tölfræði þar

Sway

Þarftu að senda út einfallt fréttabréf þá gæti Sway verið málið. Sway er mjög notendavænt app sem hentar vel til að setja upp t.d. fréttabréf án þess að þurf að verja miklum tíma í útlitshönnun. Með appinu fylgja tilbúin sniðmát og því auðvelt að hefjast handa. Hægt er að vinna efni í Sway og deila því þegar það er tilbúið. Skólafólk gætu einnig nýtt sér Sway til að búa til litlar rafbækur, fréttabréf bekkjar, upplýsingabréf eða látið nemendur setja fram efni þar í tengslum við verkefni.

OneNote

OneNote er flott glósuapp sem má nýta á marga vegu. Þar er hægt að búa til gát- og minnislista, setja inn myndir, texta, klippur og annað efni frá t.d. netinu ef maður rekst á eitthvað sniðugt. Einnig má setja inn skjöl eins og væri það minnistafla á vegg. Í OneNote er fjöldi merkimöguleika sem nýtast til að flokka og auðkenna punkta eftir efnisatriðum. Þeir sem eru með OneNote á snjalltæki, t.d. spjaldtölvu með penna, geta einnig skrifað, teiknað og krotað beint inn í appið eins og væri það hefðbundið blað – kjörið fyrir hugstormun. OneNote fylgir með Windows 10 en er einnig til sem app fyrir flest snjalltæki. Með Office 365 er hægt að láta OneNote glósubók samstillast milli tækja og deila henni með öðrum.

Planner

Fyrir þá sem þurfa að halda utan um stærri verkefni borgar sig að kíkja á Planner. Þar er hægt að búta verkefni niður í smærri einingar, úthluta verkþætti á ákveðna starfsmenn og fylgjast með framgangi verkefna. Einnig er hægt að nota Planner fyrir minnislista þar sem hakað er við fyrir hvern þátt sem er lokið. Planner má tengja við hóp (e. team) inni í Teams en er líka aðgengilegt sem sérstakt forrit í Office 365 vefviðmótinu og sem app fyrir snjallsíma. Fyrir þá sem vilja enn öflugra tæki til verkefnastjórnunar má benda á Project sem einnig er hluti af Office 365.

white printer paperr

Ef fyrirtækið þitt eða stofnun vantar aðstoð við að kynna starfsfólki fyrir möguleikum Office 365 og kenna því að nota lausnirnar þá getur TRS aðstoðað. Í TRS skólanum má finna hugmyndir að námskeiðum. Einnig er hægt að senda póst á hjalp@trs.is fyrir frekari upplýsingar.

TRS er þjónustufyrirtæki sem hefur áratuga reynslu af rekstri tölvukerfa en við bjóðum upp á persónulega þjónustu sem er sérsniðin að þínum þörfum.
 
TRS Skólinn býður upp á námskeið sem henta fyrirtækjum og stofnunum. Námskeiðin eru fjölbreytt og er áhersla lögð á að nemendur geti nýtt efnið beint í starfi. Í boði eru námskeið í útvöldum forritum og lausnum frá Microsoft en einnig örnámskeið þar sem farið er yfir atriði sem eru sérsniðin að þörfum vinnustaðarins.
Katrín Møller Eiríksdóttir

Katrín Møller Eiríksdóttir

Tæknimaður

Fimm ráð fyrir fjarfundi

Aðstæður í þjóðfélaginu hafa breyst mjög mikið á skömmum tíma en um leið hafa fjölmörg tækifæri skotið upp kollinum. Margir hafa til dæmis tekið upp breytta starfshætti og hafa fjarfundir leyst hefðbundna fundi af hólmi. Það eru nokkur atriði sem eru nauðsynleg að hafa í huga til að hámarka árangur af fjarfundum 

1. Farðu yfir búnaðinn

Vönduð heyrnartól með hljóðnema er skyldueign svo þú heyrir vel í öðrum á fundinum og þeir heyra í þérPrófaðu heyrnartólin, stilltu hljóðstyrk svo það sé þægilegt að hlusta og aðrir heyra vel í þér. Ekki er verra að vera með myndavél svo aðrir fundargestir geti líka séð þig. Best er að myndavélin sé í augnhæð. Samskiptin verða persónulegri þannig og þú tekur þig betur út. Athugaðu líka netsambandið. Netkapall getur verið betri kostur en þráðlausa netið.  

3. Hugaðu að aðstæðum

Athugaðu hvort rýmið sem þú ætlar að sitja í henti fyrir fjarfundMinna rými með góða hljóðvist er betra en stór salur eða staður með mikil umhverfishljóð. Hér geta heyrnartólin skipt miklu máli en góð heyrnartól með hljóðnema geta dregið úr umhverfishljóðum og auðveldað þér að heyra í hinum og þeim að heyra í þér. Gættu einnig að lýsingu vegna myndavélarinnar. Forðast skal baklýsingu s.s. glugga fyrir aftan þig, þar sem myndavélin á erfitt með að birta skýra mynd af þér við slíkar aðstæður. Betra er að ljósið sé fyrir framan þig og lýsi upp andlit þitt. Ef umhverfið á bak við þig truflar aðra (eða þig, t.d. draslið í stofunni heima) þá geta sum forritin hulið bakgrunninn í móðu (e. blur). 

5. Virðið fundartíma

Mættu á fundinn í það minnsta nokkrum mínútum fyrr. Þá eru allir tilbúnir þegar fundurinn hefst. Eins og með aðra fundi er mikilvægt  byrja og enda fjarfund á tilsettum tíma. 

2. Lærðu grunnatriðin

Kynntu þér forritin sem vinnustaðurinn notar til fjarfunda. Microsoft Teams er vinsæll kostur fyrir vinnustaði, það er aðgengilegt og auðvelt að tileinka sér grunnatriðin. Hér eru nokkur atriði sem gott er að kunna skil á: 

  • Kveikja (og slökkva) á myndavélinni 
  • Stilla hljóðnemann á hljóðlaust (þú kveikir svo þegar þú ætlar að leggja eitthvað til málanna) 
  • Deila skjánum – rétta skjánum 😉 
  • Deila skjölum í Teams 

4. Undirbúðu fundinn

Fjarfundir eru eins og allir aðrir fundir: Gott skipulag og vönduð fundarstjórn eykur gæði og skilvirkni funda. Það getur verið ráð að senda fundargestum dagskrána, t.d. í fundarboðinu, og virkja fundargesti með því að gefa þeim færi á að koma efni á framfæri. Fundarstjóri þarf að einnig að tryggja að allir séu virkir á fundinum. Gott er að huga að því hvernig fundargestir eiga að biðja um orðið. Á stórum fjarfundi er ekki endilega auðvelt að rétta upp hönd og það virkar afar illa ef fólk er ekki með myndavél. Spjallþráðurinn í Teams getur komið sterkur inn hér. 

TRS er þjónustufyrirtæki sem hefur áratuga reynslu af rekstri tölvukerfa en við bjóðum upp á persónulega þjónustu sem er sérsniðin að þínum þörfum.
 
Öryggi er okkur hjartans mál en við bjóðum uppá ýmsar lausnir sem koma öryggismálum þínum á næsta stig. Skoðaðu öryggislausnir okkar hér.
Katrín Møller Eiríksdóttir

Katrín Møller Eiríksdóttir

Tæknimaður

Mögnuð uppfærsla í vændum

Nú styttist í næstu stóru uppfærslu á Windows 10. Microsoft hefur lagt í vana sinn að senda frá sér tvær stórar uppfærslur á Windows 10 á hverju ári. Í fyrra gerðist það í maí og í nóvember. Næsta uppfærsla kallast Windows 10 20H1 og ber útgáfunúmerið 2004Samkvæmt hefðinni er uppfærslan væntanleg á fyrri helmingi ársins en ef útgáfunúmerið er áreiðanleg vísbending gæti uppfærslan komið í apríl enda mánuðurinn sá fjórði á árinu 2020, þar af 2004.

Þessar stóru uppfærslur sem á ensku nefnast feature updates innihalda nýjungar í stýrikerfinu sem Microsoft er oftast búinn að afhjúpa löngu áður. Microsoft prófar nefnilega ýmsa eiginleika með því að leyfa þeim sem eru í svokölluðum Insider-hópi að fá uppfærslurnar á undan almenningiInsider-hópurinn er opinn öllum sem hafa áhuga að prufukeyra nýjungar í Windows-stýrikerfinu og er engrar tæknikunnáttu krafist. 

Þar sem Microsoft hefur um skeið leyft Insider-fólkinu að prófa ýmsar nýjungar, þá eru þeir búnir að svipta hulunni af því sem koma skal í næstu uppfærslu. Margt bendir til að næsta stóra uppfærsla verður ein af þeim stærstu um árabil.

Hvað er í vændum?

Breytilegar fartölvur

Það eru spennandi tímar fram undan fyrir þá sem eru með fartölvur sem hægt er að breyta í spjaldtölvu, til dæmis með því að snúa skjáinn 360° eða fjarlægja lyklaborðið (2-í-1-tæki). Microsoft hefur nefnilega tilkynnt að voruppfærslan af Windows 10 bjóði upp á nýja upplifun fyrir þá sem eru með slíkar græjur. Í nýja spjaldtölvuhamnum (e. tablet mode) stækkar bilið milli flýtileiða á verkstikunni neðst á skjánum, leitarglugginn á stikunni verður að hnappi og kalla má fram lyklaborð á skjánum með einu pikki. Þannig verðumun þægilegra að nota tölvuna í spjaldtölvuham á sama tíma útlitið sem við þekkjum sem Windows 10 úr borð- og fartölvum fær að halda sín. 

Cortana

Snjalla aðstoðin í Windows, fær líka yfirhalningu. Hún mun geta tekið við fleiri skipunum og svarað enn fleiri spurningum. Nú verður líka stuðningur fyrir bæði ljóst og dökkt útlitsþema svo hún verður í stíl við útlitið á stýrikerfinu.  

File Explorer

File Explorer, eða Skráavafrinn eins og hann kallast á hinu ástkæra ylhýra, fær bráðnauðsynlega yfirhalningu í nýju 2004-útgáfunni af Windows 10. Microsoft hefur hlustað á notendur sem kölluðu eftir bættri leit í File Explorer enda hafa ýmis vandamál hrjáð File Explorer undanfarið. Leitin verður framvegis drifin af Windows Search sem opnar fyrir möguleika á að sækja upplýsingar úr OneDrive til viðbótar við gögn á tölvunniÞá munu einnig birtast tillögur sem hægt er að velja úr um leið og skrifað er í leitarglugganumHægt verður að opna staðsetningu skráa með því að hægrismella á tillögurnar og leitarsaga mun birtast þegar smellt er í leitargluggann sem auðveldar til muna að finna skrár sem nýlega hefur verið leitað að. 

Lykilorð/Auðkenning

Svo eru frábærar fréttir fyrir þeim sem er illa við lykilorð: Nýja uppfærslan býður upp á að nota fingrafar, pin-númer og Windows Hello Face (lífkenni/andlitsauðkenning) til að auðkenna sig inn á tölvuna með (að því gefnu að notaður er Microsoft-reikningur til innskráningar)Að sögn Microsoft á þetta, ásamt tveggja þátta auðkenningu, að auka öryggi og bæta upplifunina. Hægt er að virkja lykilorðalausa innskráningu í stillingum í Windows 10.  

Þetta eru bara hluti af þeim nýjungum sem bíða í nýrri uppfærslu. Hægt er að skoða ítarlegri lista með nýjungunum hér.

Greinin er byggð á www.express.co.uk/life-style/science-technology/1239451/Windows-10-update-Microsoft-20H1-best-features-revealed  

TRS er þjónustufyrirtæki sem hefur áratuga reynslu af rekstri tölvukerfa en við bjóðum upp á persónulega þjónustu sem er sérsniðin að þínum þörfum.
 
Öryggi er okkur hjartans mál en við bjóðum uppá ýmsar lausnir sem koma öryggismálum þínum á næsta stig. Skoðaðu öryggislausnir okkar hér.
Katrín Møller Eiríksdóttir

Katrín Møller Eiríksdóttir

Tæknimaður

fréttir

TRS óskar eftir öflugum rafvirkja til starfa

TRS heimsækir FSU

Nýlega fóru þeir Birgir Örn Harðarson og Sverrir Daði Þórarinsson, tæknimenn hjá TRS, í FSU til að heimsækja Jóhann Snorra Bjarnason kennara og  nemendur hans í áfanganum Smáspennuvirki. Í þessum áfanga er meðal annars fjallað um ljósleiðara en hann sitja nemendur á fjórðu önn í grunndeild rafiðna. Fyrir heimsóknina höfðu nemendur lært um hvernig ljósleiðari virkar, eiginleika, meðferð og fleira sem tengist þessari tækni sem gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í innviðum samfélagsins.   

Þeir Birgir Örn og Sverrir Daði vinna hjá TRS við lagningu og viðhaldi á ljósleiðurum og ljósleiðarakerfum. Þeir nota fræðina dagsdaglega sem nemendur í smáspennuvirkjum eru að læra um. Það var því upplagt að fá þá til að sýna nemendum tækin sem eru notuð og hvernig búnaðurinn virkar. Nemendurnir fengu að handleika búnaðinn og prófa að tengja ljósleiðara og tókst öllum að klára sína tengingu. Þeir voru mjög áhugasamir og sýndu verkefninu mikinn áhuga. Ánægjan með heimsóknina var ekki minni hjá tæknimönnum TRS enda er slík heimsókn gott dæmi um samstarf skóla og atvinnulífs þar sem skólinn kennir fræðina og tæknimennirnir sýna hvernig hún nýtist síðan í starfi.

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í heimsókninni.  

TRS er umhugað um umhverfið

TRS hefur tekið í notkun rafmagnsbíl. Bílinn er uppgefinn fyrir um 400 km fullhlaðinn og nýtist því vel í bæði lengri og styttri ferðir.

Árlega eru eknir um 250.000 km hjá TRS. Með því að taka í notkun rafmagnsbíl viljum við sýna í verki þá stefnu fyrirtækisins að hlúa vel að umhverfinu og taka þátt í orkuskiptunum. TRS tekur einnig að sér að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla og getum veitt ráðgjöf varðandi val og uppsetningu á þeim.

tengdu við okkur:

HAFA SAMBAND