fbpx

TRS EHF. - Ein heild í þína þágu

TRS er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni, fjarskiptum og rafmagni.

TRS var stofnað 1995 er og varð því 25 ára árið 2020.

TRS ehf.

Starfsstöðvar TRS eru staðsettar á

Eyravegi 37, Selfossi

TRS ehf. - ein heild í þína þágu

Hlíðasmára 4, Kópavogi

Starfsemi TRS flokkast í meginatriðum í fjögur starfssvið:

Upplýsingatækni

Hýsingu og rekstur á tölvukerfum fyrir fyrirtæki og stofnanir um allt land af öllum stærðum og gerðum.
Við rekum ISO 27001 vottaða vélasali þar sem við hýsum gögn þeirra viðskiptavina sem við sinnum.
Við sérhæfum okkur í rekstri tölvu-, net- og símkerfa.

Gagnaver Verne Global að Ásbrú

Fjarskipti

Þjónusta á ljósleiðarakerfum um land allt fyrir flest fjarskiptafélög landsins.

Raflagnir og öryggiskerfi

TRS er löggiltur rafverktaki. Við sinnum nýlögnum í fjölda sérbýlis- og fjölbýlishúsa á Suðurlandi, uppsetning og viðhald öryggiskerfa fyrir fyrirtæki og sveitarfélög, uppsetningar og tengingar á fjarskiptanetum fyrir fjölda hótela og gistihúsa.

Sala

TRS rekur verslun með tölvu- og fjarskiptabúnað ásamt þeim búnaði sem þarf til reksturs tölvukerfa viðskiptavina okkar.

Hjá TRS er rekin metnaðarfull endurmenntunarstefna starfsfólks með það að leiðarljósi að starfsfólki líði vel í starfi og viðskiptavinir okkar fái framúrskarandi þjónustu.

Árið 2014 hlaut TRS vottun uppá að upplýsingaöryggisstjórnkerfi fyrirtækisins samræmist alþjóðlega ISO/IEC 27001:2013 upplýsingaöryggisstaðalinum og hefur sú vottun verið staðfest árlega eftir það.

Fjöldi starfsmanna TRS hefur vaxið ár frá ári og eru nú 38 manns að störfum hjá fyrirtækinu.

Árið 2019 var TRS valið Fyrirtæki ársins í hópi meðalstórra fyrirtækja á Íslandi, en sú niðurstaða byggðist á skoðanakönnum sem VR fékk Gallup til að framkvæma á meðal 34 þúsund starfsmanna íslenskra fyrirtækja.

Síðastliðinn tíu ár hefur TRS hlotið útnefningu sem Framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo, en einungis fyrirtæki sem skara fram úr í sínum rekstri hljóta þennan heiður, eða um 2% íslenskra fyrirtækja.