CreditInfo hefur nú, tólfta árið í röð, tilkynnt að TRS ehf. falli í flokk „Framúrskarandi fyrirtækja“.

Við erum afar stolt af því að vera valin enn eitt árið sem „Framúrskarandi fyrirtæki“ en það eru aðeins um 2% íslenskra fyrirtækja, eða um 1000 fyrirtæki sem lenda í þeim úrvalsflokki.

TRS ehf. hefur verið á þessum lista öll árin frá árinu 2012, en það eru aðeins 74 fyrirtæki sem eru í þeim hópi.

Það er ekki sjálfgefið að verða valin sem framúrskarandi fyrirtæki, heldur byggist það á traustum og öflugum rekstri, sem gerist ekki nema með öflugum og samheldnum hópi starfsmanna og tryggum viðskiptavinum.