Öryggismál eru mikilvægasti þátturinn í rekstri tölvukerfa í dag. Á degi hverjum er reynt að komast yfir aðganga, svíkja út fjármuni eða valda skaða hjá fyrirtækjum. Með aukinni þekkingu notanda og bættu öryggi fyrirtækja er hægt að stórauka öryggi tölvuumhverfisins.

TRS getur aðstoðað þitt fyrirtæki í að yfirfara öryggismálin og sjá til þess að tölvuumhverfið sé eins öruggt og kostur er.

Ráðgjafar TRS geta leiðbeint þínu fyrirtæki sama hvort um er að ræða stórt eða lítið fyriræki.

Eftirfarandi atriði eru þau sem við leggjum mikla áherslu á að séu í lagi.

ÞJÓNUSTULÝSING

Office365 grunnur námskeið

Vírusvörn


Góð vírusvörn skiptir miklu máli. Best er að búa þannig um hnútana að óværurnar komist ekki að tölvunni en ef þær gera það er eins gott að vírusvörnin sé í lagi.

DKIM, DMARC og SPF


Þetta tríó eykur stórlega öryggið á tölvupóstinum og léni fyrirtækisins. Með þetta þrennt í lagi er kominn ákveðinn gæðastimpill á lénið.

O365 ATP


Office 365 Advanced Threat Protection er vörn fyrir þá sem eru með póstinn sinn í Microsoft Office 365. ATP ver Office 365 notendur fyrir óværum í viðhengjum og vefslóðum í tölvupóstinum.

Tveggja þátta auðkenning


Með þessu er hægt að sjá til þess að glæpamenn komist ekki með venjulegum leiðum inn í tölvupóstinn þó svo að þeir hafi lykilorðið. Þegar notandi skráir sig inn fær hann tilkynningu í símann sinn sem hann samþykkir.

Afritun


Sama hvort gögnin eru geymd í skýjalausnum eins og Office 365 eða Google er alltaf gott að hafa afrit út fyrir skýjalausnina. Ef óværa kemst inn er skaðinn oft skeður.

Windows uppfærslur


Windows stýrikerfið tekur stöðugum breytingum og óprúttnir aðilar finna stöðugt leiðir til að komast inn í það og nýta sér veikleika. TRS býður upp á rekstarlausnir sem sjá um að Windows uppfærslur séu í lagi.

Fræðsla starfsmanna


Síðast en ekki síst má ekki gleyma að fólkið er yfirleitt veikasti hlekkurinn. Því er mikilvægt að fræða fólk og kenna hvernig greina eigi svindlpósta ásamt því að kenna því að skilja hvar hætturnar liggja. Stutt námskeið getur skipt öllu og má alls ekki vanmeta mannlega þáttinn í öllum vörnum fyrirtækisins.

FÁÐU FREKARI UPPLÝSINGAR

Ef þessi grein hefur vakið upp spurningar eða áhuga á að fræðast meira um hvernig netöryggi er háttað í þínu fyrirtæki er þér velkomið að fylla út formið hér að neðan eða senda okkur tölvupóst á netfangið security@trs.is. Við höfum samband um hæl og förum yfir málin án kostnaðar eða skuldbindingar.