Fréttabréf TRS

Góðan dag

Það gleður okkur að kynna fyrir þér nýtt fréttabréf TRS sem mun koma út reglulega. Fréttabréfið inniheldur upplýsingar um þá þjónustu sem við bjóðum upp á, kynningu á starfsfólki og upplýsingar um það sem er að gerast hjá okkur hverju sinni. Einnig er hér að finna Snjallráð mánaðarins þar sem við kynnum einfaldar en sniðugar lausnir fyrir tölvunotandann.

Í þessu fyrsta fréttabréfi langar okkur líka að minna á heimasíðu okkar, www.trs.is. Þar er að finna fréttir af því sem við erum að gera og hægt að kynna sér þjónustuleiðir sem boðið er upp á og margt fleira.
TRS Skólinn hefur notið mikilla vinsælda með fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki. Farið yfir öryggismálin og stjórnendur kynntir.

TRS skólinn

Fáðu meira út úr tölvukosinum með námskeiðum

TRS skólinn hóf göngu sína fyrir nokkrum mánuðum og hafa viðtökurnar verið góðar. Skólinn býður upp á námskeið í helstu forritum sem þínir starfsmenn nota en auk þess bjóðum við sérsniðin námskeið fyrir þá sem það vilja. Í TRS skólanum er farið yfir notkun helstu forrita, en einnig má þar finna námskeið til varna svikapóstum, en slíkir tölvupóstar hafa mikið verið í gangi og umræðunni undanfarið.

Meðal námskeiða sem boðið er upp á:

  • Office 365 grunnnámskeið
  • Teams grunnnámskeið
  • Outlook-námskeið
  • Greining svindlpósta
  • Örnámskeið
  • Sérsniðin námskeið

Snjallráð mánaðarins

Þarftu að standa upp frá tölvunni? Læstu skjánum með því að ýta á fánahnappinn (Windows hnappinn) á lyklaborðinu og stafinn L samtímis. Þá læsist tölvan en forritin haldast opin og aðrir komast ekki í þín gögn á meðan. Setja þarf inn lykilorð til að komast inní tölvuna aftur.

Eru Öryggismálin í lagi?

Á degi hverjum er reynt að komast yfir aðganga, svíkja út fjármuni eða valda skaða hjá fyrirtækjum. Með aukinni þekkingu notanda og bættu öryggi fyrirtækja er hægt að stórauka öryggi tölvuumhverfisins.

Í eftirfarandi grein förum við yfir nokkrar leiðir sem hægt er nota til að auka öryggi tölvupóstsamskipta.

Kynntu þér nánar: trs.is/eru-oryggismalin-i-lagi/

Stjórnendur TRS

Gunnar

Gunnar Bragi Þorsteinsson

Gunnar Bragi er einn af stofnendum TRS og hefur starfað við fyrirtækið frá upphafi sem framkvæmdastjóri. Gunnar Bragi sér um daglegan rekstur félagsins, starfsmannamál, tilboðsgerð og kostnaðareftirlit.

Simmi

Sigurmundur Páll Jónsson

Sigurmundur, eða Simmi eins og hann er alltaf kallaður, stýrir upplýsingatæknideild (UT-deild) TRS og er þjónustustjóri deildarinnar. Simmi hefur unnið bæði sem kerfisstjóri og síðar sem stjórnandi í tölvugeiranum.

Lúðvíg Lúther Þorfinnsson

Lúðvíg Lúther Þorfinnsson

Lúðvíg er þjónustustjóri fjarskipta og stýrir fjarskiptadeild TRS. Deildin sinnir þjónustu á fjarskiptakerfum og netkerfum um land allt. Auk þess að sjá um daglegan rekstur sér Lúðvíg um útboð á stærri verkefnum deildarinnar.

Guðmundur Smári Jónsson

Gunnar Bragi Þorsteinsson

Smári er þjónustustjóri rafmagns og stýrir rafmagnsdeild TRS. Undir rafmagnsdeild fellur þjónusta við raflagnir, öryggis- og brunakerfi.