Hrunaljós hefur samið við TRS um að annast blástur og tengingar á ljósleiðara í um 160 hús á Flúðum. Verkefnið kemur til í kjölfar útboðs sem TRS bauð lægst í. Gröfutækni annast jarðvinnu og röralagnir. Vinna við að tengja ljósleiðara hefst fljótlega og eru áætluð verklok í desember. Þegar verkinu er lokið verða öll hús í Hrunamannahreppi, bæði í dreif- og þéttbýli, komin með ljósleiðara.  

Frá undirritun samnnings: Jón G. Valgeirsson og Hannibal Kjartasson f.h. Hrunaljóss, Lúðvíg Þorfinnsson, þjónustustjóri fjarskipta TRS
Frá undirritun samnnings: Jón G. Valgeirsson og Hannibal Kjartasson f.h. Hrunaljóss, Lúðvíg Þorfinnsson, þjónustustjóri fjarskipta TRS