Brunavarnir Árnessýslu og TRS hafa gert samning um að TRS sjái um uppsetningu og rekstur á myndavélakerfi í starfsstöðvum Brunavarna Árnessýslu. Samningurinn er gerður að undangengnu útboði. Í verkefninu fellst uppsetning 360°-myndavélum á öllum starfsstöðvum Brunavarna Árnessýslu. Starfsstöðvarnar eru sjö talsins en auk Selfoss eru stöðvar í Árnesi, Reykholti, Hveragerði, Þorlákshöfn, á Flúðum og Laugarvatni. Stjórnendur munu geta tengst nýja myndavélakerfinu gegnum bæði vafra og snjalltæki og geta þannig fylgst með hvaðan sem er. Myndavélakerfið mun auka öryggi til muna, sérstaklega á minni stöðvunum. G. Smári Jónsson, rafvirkjameistari hjá TRS, mun hafa yfirumsjón með uppsetningunni.

Frá undirritun samningsins, G. Smári Jónsson rafvirkjameistari hjá TRS og Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu