Margir hafa heyrt um Office 365 en ekki allir vita að kerfið býður upp á ótal lausnir sem henta einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum.Margir hafa heyrt um Office 365 en ekki allir vita að kerfið býður upp á ótal lausnir sem henta einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Office-pakkann þekkja flestir enda eru Word, Excel, PowerPoint og Outlook ótrúlega vinsæl forrit og eru margir að fá þau gegnum Office 365. Kerfið býður samt upp á miklu meira. 

OneDrive og veflæg forrit 

Office 365 er heildstætt kerfi sem býður upp á geymslupláss í OneDrive. Þar er hægt að geyma skjöl, myndir, myndbönd og margt annað. Hægt er að deila því sem er geymt í OneDrive með öðrum. Með þessu móti er hægt að veita öðrum aðgang að stórum skjölum eða möppum án þess að senda þau á milli í tölvupósti. Með samtímavinnslu geta þessir aðilar einnig unnið beint inni í skjölunum, allir á sama tíma. Óþarfi er að vista skjölin á tölvunni heldur er hægt að nota vefútgáfuna af Word, Excel og PowerPoint til verksins. Þannig er hægt að komast í vinsælustu Office-forritin án þess að þurfa að hafa þau uppsett á tölvu. Einungis þarf nettengingu og vafra og þá er hægt að skrá sig inn á kerfið. Vinsælustu forritin eru einnig til sem smáforrit fyrir snjalltæki og því er einnig hægt að nota spjaldtölvuna og snjallsímann til að skoða og vinna í Office-forritum. Fjöldinn allur af mismunandi lausnum fylgir með Office 365, sumar eru til í ókeypis útgáfu til prófunar. Nokkrar af lausnunum eru kynntar hér. 

Sway 

Sway er lausn sem hentar til framsetningar á texta, myndum, myndböndum og öðru stafrænu efni. Hvort sem um kynningu er að ræða, fréttabréf eða blogg, er einfallt að setja efnið upp í Sway. Forritið býður upp á sniðmát sem henta við flest tækifæri en einnig er hægt að hanna sín eigin. Síðan er efninu deilt með vefslóð eða sem innfelldum hlekki (e. Embedded link). 

Teams 

Fyrir þá sem vinna mikið með öðrum getur Teams verið hentug lausn. Teams er hópvinnusvæði þar sem hver hópur fær eigið svæði fyrir gögn, meðlimir geta spjallað saman, deilt gögnum og unnið í skjölum. Einnig er hægt að tengja inn þjónustur og forrit frá öðrum aðilum. Teams kemur einnig sem smáforrit fyrir tölvur og snjalltæki sem opnar fyrir möguleika á samvinnu óháð tegund tækis. Teams er til í ókeypis útgáfu en með Office 365-áskrift er hægt að fá fullan aðgang að lausninni. 

Forms 

Þeir sem vilja búa til kannanir eða próf geta notað Forms til verksins. Forms er notendavæn lausn til að búa til spurningalista og kannanir sem síðan er hægt að deila með öðrum. Þegar svörin fara að berast inn getur Forms birt niðurstöðurnar á mismunandi hátt eftir eðli spurninganna.  

Planner 

Planner er verkefnastjórnunarkerfi sem hentar fyrirtækjum og stofnunum. Hvert verkefni er skráð inn og einstökum þáttum verkefnisins úthlutað á starfsmenn. Síðan er hægt að fylgjast með framvindu hvers þáttar. Hægt er að setja tímamörk á hverjum þætti fyrir sig, tengja skrár við verkefni og margt fleira. Einfalt kerfi með mörgum möguleikum.

 

Fleiri áskriftarleiðir eru í boði fyrir Office 365, allt eftir þörfum hvers og eins. Þeir sem hafa keypt Office-pakkann gegnum Office 365 ættu að kynna sér þær lausnir sem fylgja með.  

Viljir þú fræðast meira um hvað Office 365 hefur uppá að bjóða getur þú haft samband við okkur í TRS með því að senda póst á trs@trs.is, hringja í 480 3303 eða smella hér. Við ráðleggjum hvaða útgáfa kerfisins hentar best og finnum lausnir til að hjálpa þér að nýta kerfið til fulls.