TRS hefur undanfarið verið að vinna í verkefnum sem snúa að lagningu rafmagns- og fjarskiptalagna í nýbyggingar. Í því felst að leggja allt rafmagn inni í íbúðir en einnig er ljósleiðari lagður inn í hverja íbúð svo nýir eigendur geti tengst háhraða interneti. Í Álalæk á Selfossi (sjá á korti) er verið að leggja lokahönd á íbúðir í nr. 18-34. Það er Akurhólar ehf. sem byggir íbúðirnar. Um 36 þriggja herbergja íbúðir er að ræða í níu fjórbýlum. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar á næstunni.

Það er einnig verið að byggja íbúðir í Hveragerði, meðal annars í Reykjamörkinni. Þar eru lítil fjölbýli í byggingu, alls tíu íbúðir, sem TRS er að leggja allt rafmagn í. Verkið er langt komið en um nýliðin mánaðarmót stóð til að afhenda fyrstu fimm íbúðirnar. Síðari helmingurinn verður svo afhentur í framhaldi.

Nýlega var svo gengið frá samningi við Byggingarfélagið Upprisa um lagningu rafmagns- og fjarskiptalagna í 28 íbúðir. Íbúðirnar verða reistar við Álalæk á Selfossi. Um er að ræða tveggja herbergja íbúðir, 60 fermetrar hver. Ráðgert er að hægt verði að afhenda fyrstu íbúðirnar síðar á árinu.

Við fögnum þeirri uppbyggingu sem er á Suðurlandi enda eru mikil tækifæri fólgin í fjölgun íbúa á svæðinu.

Hér má lesa nánar um þjónustu okkar í almennri raflagnavinnu.