CreditInfo hefur nú áttunda árið í röð, tilkynnt að TRS ehf. falli í flokk „Framúrskarandi fyrirtækja“ á Íslandi. TRS ehf. er í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem falla í þennan flokk þetta árið, en það gera 874 fyrirtæki af um 33.300 skráðum fyrirtækjum. TRS ehf. er í hópi 153 fyrirtækja sem hafa verið á þessum lista samfellt í átta ár. Fyrir þessa viðurkenningu eru stjórnendur og starfsfólk TRS bæði þakklát og stolt.

Grundvöllur þess að falla í flokk Framúrskarandi fyrirtækja er að:

  • hafa skilað ársreikningum 2016-2018
  • hafa skilað ársreikningi fyrir 2018 á réttum tíma skv. lögum
  • falla í lánshæfisflokk 1, 2 eða 3
  • rekstrarhagnaður (EBIT) hafi verið jákvæður rekstrarárin 2016-2018
  • ársniðurstaða hafi verið jákvæð rekstrarárin 2016-2018
  • eiginfjarhlutfall sé og hafi verið yfir 20% þrjú ár í röð
  • skráður sé framkvæmdastjóri í fyrirtækjaskrá RSK
  • fyrirtækið sé virkt skv. skilgeiningu CreditInfo
  • rekstrartekjur hafi verið a.m.k. 50 m.kr. rekstrarárin 2017 og 2018
  • heildareignir séu yfir 100 m.kr.

TRS er númer 321 í röðinni í flokknum meðalstór fyrirtæki (eignir 200-1000 mkr.), en alls eru 393 fyrirtæki sem falla í þann flokk. Að vera í flokki Framúrskarandi fyrirtækja er viðurkenning á góðum, heilbrigðum og traustum rekstri. Nánari upplýsingar um Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi 2019 er að finna á sérvef mbl.is : https://www.mbl.is/vidskipti/ff2019/