CREDITINFO hefur nú, ellefta árið í röð, tilkynnt að TRS ehf. falli í flokk „Framúrskarandi fyrirtækja“
TRS ehf. er í hópi um 2% íslenskra fyrirtækja sem falla í þennan flokk þetta árið, en það gera einungis tæplega 900 fyrirtæki af um 40.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi. TRS er nr. 164 í hópi meðalstórra fyrirtækja á listanum.
TRS ehf. er í hópi um 37 fyrirtækja sem hafa verið á þessum lista samfellt í ellefu ár, eða frá og með árinu 2012

Grundvöllur þess að falla í flokk Framúrskarandi fyrirtækja er að
- Fyrirtækið sé í lánshæfisflokki 1-3
- Hafa skilað ársreikningum síðustu 3 ára á réttum tíma skv.lögum
- Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
- Rekstrartekjur að lákmarki 50 milljónir kr. á ári, síðustu þrjú ár
- Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
- Rekstrarhagnaður (EBIT) hafi verið jákvæður síðustu þrjú ár
- Jákvæð rekstrarniðurstaða síðustu þrjú ár
- Eiginfjarhlutfall sé og hafi verið yfir 20% þrjú ár í röð
- Eignir að minnsta kosti 100 mkr. síðustu þrjú ár
Að vera í flokki Framúrskarandi fyrirtækja, er viðurkenning á góðum, heilbrigðum og traustum rekstri, sem ber að þakka öflugu starfsfólki og traustum viðskiptavinum.