CreditInfo hefur nú sjöunda árið í röð, tilkynnt að TRS ehf. falli í flokk Framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi, en einungis um 2% íslenskra fyrirtækja falla í þann flokk þetta árið, eða alls 857 fyrirtæki.

TRS er í hópi 57 fyrirtækja sem hafa verið á þessum lista samfellt í sjö ár.

Að vera í flokki Framúrskarandi fyrirtækja er viðurkenning á góðum, heilbrigðum og traustum rekstri.

Grundvöllur þess að falla í þennan flokk er að hafa skilað ársreikningi á réttum tíma, að falla í lánshæfisflokk 1-3, að rekstrarhagnaður hafi verið þrjú ár í röð, að eiginfjarhlutfall sé og hafi verið yfir 20% þrjú ár í röð, að skráður sé framkvæmdastjóri, að rekstrartekjur hafi verið að lágmarki 50 m. kr. á árinu 2017, að fyrirtækið sé virkt, svo og að heildar eignir séu yfir 100 m. kr.

TRS er númer 127 í röðinni í flokknum meðalstór fyrirtæki (eignir 200-1.000 m. kr.), en alls eru 379 fyrirtæki sem falla í þann flokk.