TRS hefur tekið í notkun rafmagnsbíl. Bílinn er uppgefinn fyrir um 400 km fullhlaðinn og nýtist því vel í bæði lengri og styttri ferðir.

Árlega eru eknir um 250.000 km hjá TRS. Með því að taka í notkun rafmagnsbíl viljum við sýna í verki þá stefnu fyrirtækisins að hlúa vel að umhverfinu og taka þátt í orkuskiptunum. TRS tekur einnig að sér að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla og getum veitt ráðgjöf varðandi val og uppsetningu á þeim.