Vegna aukinna umsvifa á sviði hýsingar- og rekstrarþjónustu á tölvukerfum hefur TRS komið fyrir auknum búnaði í Gagnaveri Verne Global á Ásbrú. Þar tengist hýsingarumhverfi TRS beint við helstu netveitur á Íslandi og erlendis sem eykur uppitíma á þeim kerfum sem eru í rekstri hjá TRS.

Á Selfossi rekur TRS sem fyrr ISO 27001:2013-vottað gagnaver og getur eftir þessar breytingar boðið viðskiptavinum sínum uppá fjölbreyttari þjónustu en áður. Viðskiptavinir geta meðal annars látið stækka gagnapláss margfalt án þess að komi til niðritíma eða annarra vandamála.

Verne Global var stofnað árið 2007 og starfrækir stærsta gagnaver Íslands. Verne Global er leiðandi fyrirtæki í stórvirkri tölvuvinnslu eða „high performance computing“ og sérhæfir sig í hámörkun öruggra og sveigjanlegra gagnaverslausna sem eru eingöngu drifin áfram af 100% endurnýjanlegri orku. Meðal viðskiptavina Verne Global eru fyrirtæki úr ýmsum atvinnugreinum sem krefjast umfangsmikillar tölvuvinnslu.