Vinna við ljósleiðaraverkefni í ÁsahreppVinna við ljósleiðaraverkefni í Ásahreppi hófst í síðustu viku, nánar tiltekið miðvikudaginn 6. ágúst. Um er að ræða blástur á 80 km af ljósleiðurum inná um 80 heimili með u.þ.b. 3.000 ljóstengingum. Áætluð verklok eru 15. nóvember.

Verkið er unnið í samstarfi við Þjótanda jarðvinnuverktaka og verkkaupinn er Ásaljós sem er fyrirtæki í eigu Ásahrepps.