TRS var valið Fyrirtæki ársins 2019 í könnun VR. Könnunin er framkvæmd af Gallup og nær til 34 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Starfsmenn voru beðnir að leggja mat á níu lykilþætti í starfsumhverfinu, meðal annars stjórnun, starfsanda, jafnrétti og sjálfstæði í starfi. Við erum mjög stolt af að hafa verið efst í flokki meðalstórra fyrirtækja sem buðu öllum starfsmönnum sínum að taka þátt í könnuninni. Einkunnir hækka milli ára, sem er mikið ánægjuefni, en hægt er að skoða niðurstöður fyrir TRS hér.

Niðurstöður þessarar könnunar eru okkur í TRS mikilvægar til að gera góðan vinnustað enn betri þar sem allir starfsmenn fá að njóta sín.

Nánari upplýsingar um framkvæmdina má sjá hér.