Starfamessa verður haldin þann 10. apríl nk. í nýju verknámshúsi FSu. Á Starfamessunni kynna skólar og fyrirtæki á Suðurlandi þau tækifæri og möguleika sem eru í iðn-, verk- og tæknigreinum á svæðinu. Sóknaráætlun Suðurlands stendur fyrir Starfamessunni í samstarfi við Atorku – félag atvinnurekenda á Suðurlandi og Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Að venju verður TRS á Starfamessunni og miðar undirbúningur við hana vel. Að þessu sinni verður sérútbúinn bíll og búnaður til ljósleiðaratenginga á staðnum og áhugasamir geta séð hvernig ljósleiðurum er komið í hús og þeir tengdir.

Nemendum 9. og 10. bekkja grunnskóla á Suðurlandi eru sérstaklega boðnir til messunnar en framhaldsskólanemar, foreldrar og aðrir sem hafa áhuga eru einnig velkomnir. Starfamessan er svo opin almenningi frá kl. 14-16. Hægt er að fá fleiri upplýsingar á starfamessa.is.