TRS ehf. – Ein heild í þína þágu

TRS hóf starfsemi sína árið 1995 og hefur frá upphafi þjónað fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum með tölvu- og fjarskiptabúnað.

Fyrstu árin var fyrirtækið til húsa að Eyravegi 25 á Selfossi en fluttist svo árið 2001 að Eyravegi 37 sem eru núverandi höfuðstöðvar og megin starfsstöð fyrirtækisins. Einnig eru starfsstöðvar á öðrum stöðum, s.s. gagnaver við Austurveg á Selfossi, áhaldahús einnig við Austurveginn, birgða- og áhaldageymsla við Breiðumýri á Selfossi, starfsstöð á Hvolsvelli og í Kópavogi.

TRS ehf. - ein heild í þína þágu

Fjöldi starfsmanna TRS hefur vaxið ár frá ári og eru nú 35 manns að störfum hjá fyrirtækinu.

Síðastliðinn sjö ár hefur TRS hlotið útnefningu sem Framúrskarandi fyrirtæki hjá Credit Info, en einungis fyrirtæki sem skara framúr í sínum rekstri hljóta þennan heiður, eða um 2% íslenskra fyrirtækja.

Árið 2014 hlaut TRS vottun að upplýsingaöryggisstjórnkerfi fyrirtækisins samræmist alþjóðlega ISO/IEC 27001:2013 upplýsingaöryggis- staðalinum og hefur sú vottun verið staðfest árlega eftir það.

Árið 2019 var TRS valið Fyrirtæki ársins í hópi meðalstórra fyrirtækja á Íslandi, en sú niðurstaða byggðist á skoðanakönnum sem VR fékk Gallup til að framkvæma á meðal 34 þúsund starfsmanna íslenskra fyrirtækja.

  

 

 

 

 

Í dag byggist rekstur TRS að helstu á:

 • þjónustu við fyrirtæki og stofnanir með rekstur tölvukerfa,
 • ráðgjöf á sviði upplýsingaöryggis og vottunar,
 • vefþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir,
 • rekstri gagnavers sem hýsingu fyrir tölvukerfi fyrirtækja og stofnanna,
 • sölu á tölvum og fylgihlutum þeirra,
 • sölu fjarskiptabúnaði, s.s. símum, símkerfum o.fl.,
 • sölu á ritföngum og rekstrarvörum,
 • verkstæðisþjónustu fyrir tölvur og skrifstofubúnað,
 • viðhaldi fjarskiptakerfa,
 • tengingum og blæstri á ljósleiðara,
 • viðhaldi og nýlagningu á raflögnum.

Hjá TRS er rekin metnaðarfull endurmenntunarstefna starfsfólks með það að leiðarljósi að starfsfólki líði vel í starfi og viðskiptavinir okkar fái framúrskarandi þjónustu.