TRS ehf. – Ein heild í þína þágu

TRS hóf starfsemi sína árið 1995 og hefur frá upphafi þjónað einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum með tölvu- og fjarskiptabúnað.  Fyrst um sinn var fyrirtækið til húsa að Eyravegi 25 en fluttist svo árið 2001 að Eyravegi 37 sem eru núverandi húsakynni fyrirtækisins.

Fjöldi starfsmanna TRS hefur vaxið ár frá ári og eru nú rúmlega 30 manns að störfum hjá fyrirtækinu. Síðastliðinn sex ár hefur fyrirtækið fengið útnefningu sem Framúrskarandi fyrirtæki skv. CreditInfo og árið 2014 hlaut fyrirtækið vottun að öryggisstjórnkerfi fyrirtækisins samræmist alþjóðlega ISO/IEC 27001:2013 upplýsingaöryggis- staðalinum.

Rekstur TRS í dag byggist m.a.á:

  • sölu á tölvum og fylgihlutum þeirra
  • sölu fjarskiptabúnaði s.s. símum, símkerfum ofl.
  • sölu á ritföngum og rekstrarvörum
  • verkstæðisþjónustu fyrir tölvur og skrifstofubúnað
  • þjónustu við fyrirtæki og stofnanir með rekstur tölvukerfa
  • vefþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir
  • rekstur gagnavers sem hýsingu fyrir tölvukerfi fyrirtæki og stofnana
  • viðhald fjarskiptakerfa
  • tengingar og blástur á ljósleiðara

Starfsmenn TRS hafa margvíslega sérmenntun og  hafa hlotið viðurkenningar frá aðilum eins og Microsoft, HP, Cisco, Redhat, Linksys og APC.

Smelltu hér til að hafa samband við okkur í gegnum vefinn.

Smelltu hér til að senda okkur hrós, ábendingu eða kvörtun í gegnum vefinn.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann okkar.

Viðskiptaskilmálar TRS

Upplýsingaöryggisstefna TRS

BSI-Assurance-Mark-ISO-med-numeri

TRS ehf.

Eyravegi 37   800 Selfoss
Kennitala: 700895-2549

Netföng:
trs@trs.is
hjalp@trs.is

Verslun: 480 3300
Þjónusta: 480 3303
Fax: 480 3301

Afgreiðslutími:

Verslun:

Alla virka daga 9 – 18
Lokað um helgar.

Verkstæði:

Alla virka daga 9 – 17
Lokað um helgar.

Starfsfólk

Fréttir og tilkynningar

TRS ehf. - Ein heild í þína þágu