Sérforritun - við tengjum saman DK bókhaldskerfið og WooCommerce netverslunDK tenging við netverslun

Við bjóðum upp á þægilega lausn þegar kemur að því að viðhalda netverslun þinni með DK tengingu. Ef þú ert með DK bókhaldskerfið í dag sem heldur utan um þínar vörur getum við tengt það beint við netverslun. Kerfið tengist beint við WooCommerce netverslunarviðbótina í WordPress og þú sleppur við að tvískrá vörur inni í DK og á vefinn og uppfæra verð og lagerstöðu eftir á.

Einföld leið er til í DK til að birta vörur í netverslun og tengingin okkar sér um að stofna vöruna í netversluninni þinni. Almennar upplýsingar um vöruna, s.s. texti sem settur er inn í DK ásamt verði og lagerstöðu kemur inn sjálfkrafa. Kerfið uppfærir svo reglulega lagerstöðu og verð á þeim vörum sem til eru fyrir í netversluninni. Ef pöntun berst í gegnum vefinn stofnast sölupöntun/sölureikningur í DK og kaupandi er stofnaður sem skuldunautur í kerfinu ef þess þarf.

Viðskiptavinir okkar ráða sjálfir hversu oft tengingin keyrir á sólarhring og geta verið vissir um að allar vörur eru rétt uppfærðar á netinu hvað lagerstöðu og verð varðar.

Aðrar sérforritunarlausnir

Við bjóðum einnig upp á ýmsar aðrar sérforritaðar lausnir sem létta þér lífið í vinnunni. Hlutirnir eru oft ekki eins flóknir og þeir virðast vera í fyrstu. Ef þú ert með hugmynd að lausn sem gæti létt þér lífið þá skaltu ekki hika við að senda okkur línu og viðra þínar hugmyndir. Við getum gefið þér tilboð í sérforritun á þinni hugmynd.