VefsíðugerðTRS hefur boðið uppá þjónustu í vefsíðugerð frá árinu 2014 og hjá okkur starfa reynslumiklir einstaklingar sem þekkja WordPress kerfið út og inn. WordPress hefur sannað sig sem alvöru vefumsjónarkerfi í gegnum árin og hefur vaxið úr því að vera einfalt blog kerfi yfir í að geta haldið utan um stóra og flókna vefi. Kerfið kostar ekki neitt, er mjög einfalt og þægilegt í notkun og hægt er að stilla tungumál stjórnborðs þannig að það sé á íslensku svo dæmi sé tekið.

Snjallar vefsíður

Allar nýjar vefsíður sem við vinnum eru snjallar og skalast þannig rétt niður á hvaða tæki sem er. Þetta er mikilvægt í dag því margir skoða vefsíður nánast eingöngu í símanum sínum.

Ef þú ert að velta fyrir þér að stofna netverslun þá höfum við mikla reynslu af uppsetningu á þeim og notum við WooCommerce netverslunarkerfið í WordPress.

Mikilvægt að uppfæra kerfið

Reglulega koma uppfærslur á WordPress kerfið og viðbætur og í stærri hýsingarpökkum okkar bjóðum við uppá sjálfvirkar uppfærslur til að halda öllu öryggi í góðu lagi. Óuppfært kerfi og/eða viðbætur geta opnað á öryggisholur sem skaða vefsíður og því leggjum við mikla áherslu á að allt sé uppfært reglulega. Allar vefsíður eru auk þess með SSL skírteini uppsett sem þýðir að samskipti milli vafra notenda og vefsíðunnar þinnar eru dulkóðuð en krafa er komin um að vefsíður séu með SSL skírteini uppsett í dag.

Skýrir verkferlar

Verkferlar okkar eru skýrir þegar kemur að vinnu við nýja vefsíðu.

  • Þarfagreining – í upphafi þarf að fara yfir hvaða hlutverki vefsíðan á að gegna.
  • Útlitstillögur – við stillum upp tillögu að útliti sem er svo farið yfir og aðlagað betur ef þess þarf
  • Uppsetning á útliti vefsíðu
  • Efnisinnsetning
  • Stilling viðbóta í WordPress
  • Kennsla á kerfið
  • Vefsíða sett í loftið

Hýstu vefinn þinn hjá okkur

Þú getur hýst þína vefsíðu hjá okkur í einum öruggasta hýsingarsal landsins þar sem vefþjónar okkar eru stilltir sérstaklega til með WordPress hýsingu í huga. Við hýsum fjöldamarga vefi fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.

Dæmi um vefsíður frá okkur: