vefsidugerd-icon

Vefsíðugerð

TRS sérhæfir sig í uppsetningu og forritun á vefsíðum í einu stærsta og öflugasta veflausnakerfinu í heiminum í dag, WordPress.

WordPress hefur sannað sig sem alvöru vefumsjónarkerfi í gegnum árin og hefur vaxið úr því að vera einfalt blog kerfi yfir í að geta haldið utanum stóra og flókna vefi. Yfir 19% af öllum vefsíðum í heiminum í dag keyra á WordPress og er það ansi há tala þegar tekið er tillit til þess að 70% allra vefsíðna nota ekki sérstök vefumsjónarkerfi á bakvið sig. Það má því nánast fullyrða að kerfið sé vinsælasta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag.

Sé borin saman tölfræði yfir hversu oft leitað er að WordPress frekar en t.d. Joomla eða Drupal má sjá að WordPress er fimm sinnum oftar í leitarorðum heldur en Joomla og allt að níu sinnum oftar en Drupal. Þessi tvö kerfi eru vinsæl open source kerfi í dag en leitartölfræðin sýnir fram á hversu mikill munur er á vinsældum kerfanna.

Síðan 2011 höfum við sérhæft okkur í uppsetningu á vefsíðum í WordPress búum við því yfir mikilli reynslu af notkun kerfisins.

Smelltu hér til að fá tilboð

Nafn *

Netfang *

Efni

Skilaboð *

Sláðu inn kóðann á myndinni captcha

Hér er dæmi um nokkra vefi sem við höfum sett upp í WordPress.

Náðu settum markmiðum með vefnum þínum

Skoða