Vertu með rafmagnið í lagiFlestir þekkja TRS sem upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri tölvu- og fjarskiptakerfa ásamt því að reka verslun. Það vita hins vegar ekki margir að árið 2013 varð TRS löggiltur rafverktaki og hefur síðan þá tekið að sér alla almenna raflagnaþjónustu.

Meðal verkefna sem rafvirkjar TRS hafa tekið að sér eru raflagnir í nýbyggingar. Í nóvembermánuði var unnið við að leggja raflagnir í íbúðir í byggingu á Selfossi og í Hveragerði. Á undanförnum misserum hafa rafvirkjar TRS unnið að raflögnum í um 80 íbúða auk nokkurra einbýlishúsa. Að verkefni loknu tekur Mannvirkjastofnun stikkprufur þar sem farið er yfir að allt sé unnið samkvæmt reglum og skilað skýrslu.

Til að geta kallað sig löggiltur rafverktaki þarf rafvirki að uppfylla skilyrði um menntun og starfsreynslu auk þess sem hann þarf að starfa eftir öryggisstjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur Mannvirkjastofnunar. Krafist er meistaraprófs í rafvirkjun eða sambærilegs náms frá viðurkenndum háskóla til að uppfylla kröfur um menntun, en rafvirki þarf einnig að hafa að minnsta kosti tveggja ára starfsreynslu sem hann hefur aflað sér að námi loknu.

Að fá löggiltan rafverktaka til að vinna raflagnaverkefni er því allra hagur. Þannig tryggja menn að verk séu unnin eftir settum reglum. Rafmagnið er okkur nauðsynlegt í lífi og starfi í nútímasamfélagi. Það er því mikilvægt að láta ganga rétt frá raflögnunum og sjá til þess að þeim sé viðhaldið. Sé frágangur ábótavant eða viðhaldi ekki sinnt, þá getur skapast mikil hætta og í versta falli orðið stórtjón. Gott er að láta viðurkenndan fagmann sjá um rafmagnsmálin og taka út gamlar raflagnir í eldri byggingum, sama hvort um fyrirtæki eða íbúðarhús sé að ræða. Eins er nauðsynlegt að láta fagmenn sjá um viðgerðir á biluðum eða skemmdum raftækjum. Þannig getur þú verið í toppmálum með rafmagnsmálin.

Það er vissulega mikilvægt að vera með rafmagnið í lagi bæði heima og í vinnunni. Það er líka gott að fara vel með rafmagnið en allt kostar þetta og rafmagnsnotkun hefur líka áhrif á náttúruna. Að spara rafmagn þarf ekki að vera flókið. Það er ýmislegt sem fólk getur gert sjálft, til dæmis:

  • Taktu tæki, s.s. hleðslutæki, úr sambandi við rafmagn ef þau eru ekki í notkun. Þau nota líka rafmagn meðan þau eru ekki að hlaða. Það fer líka betur með snjalltækin ef þau eru tekin úr sambandi þegar búið er að fullhlaða þau.
  • Sjónvarpið og önnur tæki sem eru í biðstöðu (e. standby) nota rafmagn á meðan. Með því að slökkva alveg á þessum tækjum þegar þau eru ekki í notkun er hægt að minnka raforkunotkun, í sumum tilfellum umtalsvert.
  • Notaðu LED-perur. Samanborið við hefðbundnar perur og halogenperur er LED-peran mun hagkvæmari kostur ef rafmagnsnotkun er skoðuð (jólaseríur eru líka til með LED-perum). Færðu vinnu- og leiksvæði nær gluggum til að nýta dagsbirtuna og slökktu síðan ljósið þegar ekki er þörf á að hafa það kveikt.
  • Skoðaðu orkunotkunarmerkingarnar þegar verið er að endurnýja heimilistæki. Ísskápar, þvottavélar o.fl. eru merkt með bókstaf á kvarða frá A++ upp í G, þar sem A++ táknar minnstu orkunotkun. Athugið samt að þessi flokkun lýsir ekki orkunotkun þegar tækið er í biðstöðu.
  • Veldu tölvuskjái merktir E-Star og LED-sjónvörp frekar en plasma. Þau eru sparneytnari.
  • Þurrkaðu þvottinn úti ef aðstæður leyfa frekar en að nota þurrkarann.
  • Fullnýttu þvottavélina og þurrkarann: Fylltu vélina þegar þú notar hana og veldu eins lágt hitastig og stutt þvottakerfi og kostur er miðað við það sem verið er að þvo.
  • Skiptu yfir í varmadælur ef þú býrð á köldu svæði. Varmadæla getur verið fljót að borga sig upp.