WordPress 4.3 komin út !Fyrr í þessum mánuði kom út nýjasta útgáfa af WordPress vefumsjónarkerfinu, útgáfa 4.3. Útgáfan fékk nafnið Billy til heiðurs jazzsöngkonunnar Billy Holiday en eins og venjulega fá stærri útgáfu kerfisins nöfn frá þekktum tónlistarmönnum úr jazz og blúsheiminum.

Margar litlar breytingar hafa verið gerðar á kerfinu og ber þar helst að nefna aukið öryggi lykilorða en WordPress kerfið útbýr núna mjög örugg lykilorð fyrir notendur sem stofnaðir eru inní kerfinu. Það er því ekki lengur í boði að vera með auðveld lykilorð sem hakkarar geta nýtt sér.

Vinna við uppfærslu á þeim vefsíðum sem viðskiptavinir okkar eru með í hýsingu er í fullum gangi og notendur ættu ekki að verða varir við miklar breytingar í kerfum sínum, en eins og áður er alltaf verið að herða á öryggi kerfisins og bæta við notendaupplifun þeirra sem nota kerfið.

Nánari upplýsingar um útgáfu 4.3 má fá með því að smella hér.