Vegna frétta í fjölmiðlum síðustu daga um alvarlegan öryggisveikleika í kóðasafni vill TRS koma eftirfarandi á framfæri.

Frá því að veikleikinn kom upp þann 9. desember síðastliðinn hafa tæknimenn TRS unnið að því að lágmarka hugsanleg áhrif hans eins og kostur er í þeim tölvukerfum sem hýst og rekin eru af TRS.

Búið er að takmarka aðgengi að þeim kerfum sem vitað er að veikleikinn nær til. Hugsanlegt er því að sumir viðskiptavinir verði varir við takmarkaða virkni á meðan unnið er að því að uppfæra þau.

Tæknimenn TRS fylgjast áfram náið með þróun mála og verður upplýst um stöðu mála eftir því sem tilefni er til.

Þeir viðskiptavinir sem óska eftir frekari upplýsingum eru hvattir til að hafa samband á hjalp@trs.is eða í síma 4803300

TRS ehf.
TRS er þjónustufyrirtæki sem hefur áratuga reynslu af rekstri tölvukerfa en við bjóðum upp á persónulega þjónustu sem er sérsniðin að þínum þörfum.
 
Öryggi er okkur hjartans mál en við bjóðum uppá ýmsar lausnir sem koma öryggismálum þínum á næsta stig. Skoðaðu öryggislausnir okkar hér.