Nú styttist í næstu stóru uppfærslu á Windows 10. Microsoft hefur lagt í vana sinn að senda frá sér tvær stórar uppfærslur á Windows 10 á hverju ári. Í fyrra gerðist það í maí og í nóvember. Næsta uppfærsla kallast Windows 10 20H1 og ber útgáfunúmerið 2004Samkvæmt hefðinni er uppfærslan væntanleg á fyrri helmingi ársins en ef útgáfunúmerið er áreiðanleg vísbending gæti uppfærslan komið í apríl enda mánuðurinn sá fjórði á árinu 2020, þar af 2004.

Þessar stóru uppfærslur sem á ensku nefnast feature updates innihalda nýjungar í stýrikerfinu sem Microsoft er oftast búinn að afhjúpa löngu áður. Microsoft prófar nefnilega ýmsa eiginleika með því að leyfa þeim sem eru í svokölluðum Insider-hópi að fá uppfærslurnar á undan almenningiInsider-hópurinn er opinn öllum sem hafa áhuga að prufukeyra nýjungar í Windows-stýrikerfinu og er engrar tæknikunnáttu krafist. 

Þar sem Microsoft hefur um skeið leyft Insider-fólkinu að prófa ýmsar nýjungar, þá eru þeir búnir að svipta hulunni af því sem koma skal í næstu uppfærslu. Margt bendir til að næsta stóra uppfærsla verður ein af þeim stærstu um árabil.

Hvað er í vændum?

Breytilegar fartölvur

Það eru spennandi tímar fram undan fyrir þá sem eru með fartölvur sem hægt er að breyta í spjaldtölvu, til dæmis með því að snúa skjáinn 360° eða fjarlægja lyklaborðið (2-í-1-tæki). Microsoft hefur nefnilega tilkynnt að voruppfærslan af Windows 10 bjóði upp á nýja upplifun fyrir þá sem eru með slíkar græjur. Í nýja spjaldtölvuhamnum (e. tablet mode) stækkar bilið milli flýtileiða á verkstikunni neðst á skjánum, leitarglugginn á stikunni verður að hnappi og kalla má fram lyklaborð á skjánum með einu pikki. Þannig verðumun þægilegra að nota tölvuna í spjaldtölvuham á sama tíma útlitið sem við þekkjum sem Windows 10 úr borð- og fartölvum fær að halda sín. 

Cortana

Snjalla aðstoðin í Windows, fær líka yfirhalningu. Hún mun geta tekið við fleiri skipunum og svarað enn fleiri spurningum. Nú verður líka stuðningur fyrir bæði ljóst og dökkt útlitsþema svo hún verður í stíl við útlitið á stýrikerfinu.  

File Explorer

File Explorer, eða Skráavafrinn eins og hann kallast á hinu ástkæra ylhýra, fær bráðnauðsynlega yfirhalningu í nýju 2004-útgáfunni af Windows 10. Microsoft hefur hlustað á notendur sem kölluðu eftir bættri leit í File Explorer enda hafa ýmis vandamál hrjáð File Explorer undanfarið. Leitin verður framvegis drifin af Windows Search sem opnar fyrir möguleika á að sækja upplýsingar úr OneDrive til viðbótar við gögn á tölvunniÞá munu einnig birtast tillögur sem hægt er að velja úr um leið og skrifað er í leitarglugganumHægt verður að opna staðsetningu skráa með því að hægrismella á tillögurnar og leitarsaga mun birtast þegar smellt er í leitargluggann sem auðveldar til muna að finna skrár sem nýlega hefur verið leitað að. 

Lykilorð/Auðkenning

Svo eru frábærar fréttir fyrir þeim sem er illa við lykilorð: Nýja uppfærslan býður upp á að nota fingrafar, pin-númer og Windows Hello Face (lífkenni/andlitsauðkenning) til að auðkenna sig inn á tölvuna með (að því gefnu að notaður er Microsoft-reikningur til innskráningar)Að sögn Microsoft á þetta, ásamt tveggja þátta auðkenningu, að auka öryggi og bæta upplifunina. Hægt er að virkja lykilorðalausa innskráningu í stillingum í Windows 10.  

Þetta eru bara hluti af þeim nýjungum sem bíða í nýrri uppfærslu. Hægt er að skoða ítarlegri lista með nýjungunum hér.

Greinin er byggð á www.express.co.uk/life-style/science-technology/1239451/Windows-10-update-Microsoft-20H1-best-features-revealed  

TRS er þjónustufyrirtæki sem hefur áratuga reynslu af rekstri tölvukerfa en við bjóðum upp á persónulega þjónustu sem er sérsniðin að þínum þörfum.
 
Öryggi er okkur hjartans mál en við bjóðum uppá ýmsar lausnir sem koma öryggismálum þínum á næsta stig. Skoðaðu öryggislausnir okkar hér.