Office365 er í stuttu máli hýsingarþjónusta Microsoft sem byggir á veflausnum. Office365 er eitt stærsta og öruggasta hýsingarumhverfi heims. Taflan hér fyrir neðan sýnir þær þjónustuleiðir sem í boði eru með þeirri þjónustu sem er innifalin.

Lýsing Exchange Online Kiosk Exchange Online Office365 Business Essentials Office365 Business Office365 Business Premium Office365 ProPlus Office365 E3
Símaþjónusta
Exchange pósthólf (stærð) 2GB 50GB 50GB 50GB 50GB
1 TB geymslupláss
Skype for business
Office Online
(á netinu)
Office (á tölvu) * *
Office App
(á snjalltækjum)
Office pakki á 5 útstöðvar

* Office Pro þjónustuleið

Afritun á pósti í 365: 390 kr. á mánuði án vsk.

Nánar um Office365

Office365 er í raun svipað og hvert annað hýsingarumhverfi sem Microsoft rekur. Office365 er mjög fullkomið og mun hagkvæmari og öruggari kostur en áður hefur þekkst. Office365 býður upp á gríðarlega möguleika fyrir hvern sem er og gefur öllum jafnt tækifæri á að nota gríðarlega öflugan hugbúnað frá Microsoft sem flestir hefðu ekki getað dreymt um að nýta sér t.d. af fjárhagslegum ástæðum. Lítil fyrirtæki og einstaklingar geta með þessu móti nýtt sér þessa tækni. Fyrir utan það er þetta einnig mun öruggara og öflugra umhverfi en þekkist í öðrum hýsingarkerfum á Íslandi.

Hvers vegna Office365?

Í nútíma þjóðfélagi er öryggið mjög mikilvægt. Hér er kerfi sem er nánast ekki hægt að brjótast inn á né stöðva þjónustuna þar sem margir viðskiptavinir keyra á mörgum stöðum í heiminum samtímis. Þeir geta illa sigtað út ákveðna notendur eða ákveðin fyrirtæki innan skýsins og gert árás á þá, netþrjótar eiga því mjög erfitt með að gera árásir á stór tölvuský af þessum ástæðum. Einnig eru mjög hæfir starfsmenn Microsoft að fylgjast með skýinu allan sólahringinn alla daga ársins og bregðast mjög hratt við öllum árásum. Office365 vinnur á 128 bita SSL/TSL dulkóðun svo það er ógjörningur að lesa samskiptin ef einhver reynir að hlera þau.  Vírusvarnir og annar búnaður er af fullkomnustu gerð með Exchange ForeFront. Öryggið er ein aðal ástæða þess að allir ættu að fara í skýjið en engin möguleiki er á að hýsingaraðili á Íslandi muni geta keppt við skýjið á grundvelli öryggismála.