Rekstrarþjónustupakki FullsterkurVið fylgjumst með lykilþáttum tölvukerfisins svo sem Windows-uppfærslum, vírusvörnum, diskaplássi og minni. Ef upp koma atvik bregðast tæknimenn TRS við og hafa samband við viðskiptavin. Viðskiptavinur getur óskað eftir aðstoð TRS með því að hringja, senda tölvupóst eða með smáforriti á tölvunni. Sendar eru mánaðarlegar skýrslur sem sýna heilbrigði tölvukerfisins.

Vinna tæknimanna í fjarþjónustu og staðbundin þjónusta er innifalin í mánaðarlegu gjaldi, þó er greitt sérstaklega fyrir ferðakostnað utan höfuðborgarsvæðisins og Suðurlands.

Takmarkanir:

Þjónustan er ekki í boði fyrir Windows XP-stýrikerfi og eldri.

Þjónustan er ekki í boði fyrir snjalltæki.

 

ÞJÓNUSTULÝSING

[table id=3 /]

[table id=4 /]

FÁÐU MEIRI UPPLÝSINGAR

Til að fá frekari upplýsingar fylltu þá út í formið hér fyrir neðan og við höfum samband við þig eins fljótt og mögulegt er.