Rekstrarþjónustupakki HálfsterkurVið fylgjumst með lykilþáttum tölvukerfisins svo sem Windows-uppfærslum, vírusvörnum, diskaplássi og minni. Ef upp koma atvik fær viðskiptavinur tilkynningar frá TRS og getur þá óskað eftir því að tæknimenn bregðist við. Mánaðarlegar skýrslur eru sendar sem sýna heilbrigði tölvukerfisins. Viðskiptavinur getur óskað eftir aðstoð með því að hringja eða senda tölvupóst.

Öll vinna er gjaldfærð samkvæmt verðskrá TRS hverju sinni.

Takmarkanir:

Þjónustan er ekki í boði fyrir Windows XP-stýrikerfi og eldri.

Þjónustan er ekki í boði fyrir snjalltæki.

ÞJÓNUSTULÝSING

Vöktun og uppfærsla á stýrikerfi og Microsoft Office


Fylgst er með uppfærslum á stýrikerfi og Microsoft Office. Staða uppfærslna kemur fram í mánaðarlegri skýrslu.

Eftirlit á vírusvörn


Fylgst er með ástandi og uppfærslum á vírusvörnum og staða sýnd í mánaðarlegri skýrslu. Áskrift að vírusvörn er ekki innifalin í þjónustunni.

Vöktun á diskaplássi


Harðir diskar tölvunnar eru vaktaðir og fylgst er með heilbrigði disksins styðji hann það.

Vöktun á minni


Fylgst er með minnisnotkun og ef viðvarandi minnisnotkun er yfir mörkum er brugðist við.

Eftirlit með uppitíma véla


Brugðist er við ef vél hefur ekki verið endurræst í tvær vikur eða meira.

Vöktun á aldri og ábyrgðarstöðu


Fylgst er með og látið vita ef tölvubúnaður er að falla úr ábyrgð.

Vöktun á álagi örgjörva


Fylgst er með álagi og ef viðvarandi álag er yfir mörkum er brugðist við.

Mánaðarleg skýrsla sem sýnir heilbrigði og stöðu tölvuumhverfis


Send er skýrsla sem sýnir heilbrigði tölvukerfisins á tæknilegan tengilið viðskiptavinar í lok hvers mánaðar.

FÁÐU MEIRI UPPLÝSINGAR

Til að fá frekari upplýsingar fylltu þá út í formið hér fyrir neðan og við höfum samband við þig eins fljótt og mögulegt er.