Við fylgjumst með lykilþáttum tölvukerfisins svo sem Windows-uppfærslum, vírusvörnum, diskaplássi og minni. Ef upp koma atvik bregðast tæknimenn TRS við og hafa samband við viðskiptavin. Viðskiptavinur getur óskað eftir aðstoð TRS með því að hringja, senda tölvupóst eða með smáforriti á tölvunni. Sendar eru mánaðarlegar skýrslur sem sýna heilbrigði tölvukerfisins.
Vinna tæknimanna í fjarþjónustu er innifalin í mánaðarlegu gjaldi. Staðbundin þjónusta ekki innifalin og greitt er fyrir hana samkvæmt verðskrá TRS hverju sinni.
Takmarkanir:
Þjónustan er ekki í boði fyrir Windows XP-stýrikerfi og eldri.
Þjónustan er ekki í boði fyrir snjalltæki.
ÞJÓNUSTULÝSING
Vöktun og uppfærsla á stýrikerfi og Microsoft OfficeFylgst er með að uppfærslur á stýrikerfi og Microsoft Office séu alltaf nýjar og stýrikerfið keyri sem heilbrigðast eftir stöðlum TRS. Uppfærslur í nýrri útgáfu stýrikerfis og nýrri Office þjónustuleiðir eru ekki innifaldar í þjónustunni og eru greiddar eftir verðskrá hverju sinni. | Mánaðarleg skýrslaSend er mánaðarleg skýrsla sem sýnir heilbrigði tölvukerfisins á tæknilegan tengilið viðskiptavinar í lok hvers mánaðar. Sé um frávik að ræða er farið yfir stöðu umhverfisins með viðskiptavini | Almenn notendaaðstoðMeð notendaaðstoð er átt við aðstoð tæknimanna þjónustuvers í síma, tölvupósti og netspjalli. Innifalið í þjónustunni er stofnun notanda, endurræsing lykilorða og aðstoð við helstu notendaforrit. Aðstoð við sérhæfð tölvukerfi s.s. bókhaldskerfi o.þ.h. er ekki innifalið í þjónustunni og eru greiddar eftir verðskrá hverju sinni. |
||
Vöktun og tiltekt á diskaplássiHarðir diskar tölvunnar eru vaktaðir og tímabundnar skrár hreinsaðar eftir mesta megni. Fylgst er með heilbrigði disksins styðji hann það. | Vöktun og tiltekt á minniFylgst er með minnisnotkun og ef viðvarandi minnisnotkun er yfir mörkum er brugðist við. | Vöktun á álagi örgjörvaFylgst er með álagi og ef viðvarandi minnisnotkun er yfir mörkum er brugðist við. |
||
Office365 grunnþjónustaUppsetning á notendum í Office365 og aðstoð við helstu vandamál í fjarvinnu. | Eftirlit með uppitíma vélaBrugðist er við ef vél hefur ekki verið endurræst í 2 vikur eða meira. | Vöktun á aldri og ábyrgðarstöðuFylgst er með og látið vita ef tölvubúnaður er að falla úr ábyrgð. |
||
10% afsláttur af tímagjaldiVeittur er 10% afsláttur af útseldri vinnu tæknimanna sem ekki er innifalin í þjónustunni. | Samskiptaforrit TRSSmáforrit sem er sýnilegt í hægra horni skjásins til að skrá verkbeiðnir, óska eftir aðstoð TRS og fleiri gagnlegar aðgerðir. | Eftirlit og uppfærslur á vírusvörnFylgst er með ástandi vírusvarna og lagfærðar eftir þörfum. Vírusvörn er ekki innifalin. |
||
Uppfærslur frá þriðja aðilaHelstu hliðarforrit eins og Java, Flashplayer, Chrome, Firefox, Adobe Reader o.fl. eru sjálfvirkt uppfærð og uppsett að kostnaðarlausu. |
FÁÐU MEIRI UPPLÝSINGAR
Til að fá frekari upplýsingar fylltu þá út í formið hér fyrir neðan og við höfum samband við þig eins fljótt og mögulegt er.