Stuðningur við Windows 7 hættir

Þann 14. janúar 2020 hætti Microsoft stuðningi við Windows 7 stýrikerfið.

Það þýðir að frá og með þeim degi koma ekki fleiri stýrikerfisuppfærslur eða öryggisplástrar sem gerir kerfið mun líklegra til að verða fyrir tölvuárásum eða innbrotum.

Microsoft hætti í raun stuðningi við kerfið í janúar 2015 en hefur haldið úti þjónustu við kerfið fram til 14. janúar 2020.

Mörg fyrirtæki eru ennþá með Windows 7 í notkun þó svo að stýrikerfið sé orðið níu ára gamalt.

Microsoft hefur látið Windows 7 notendur vita af þessu reglulega á síðasta ári en nú verða tilkynningarnar ennþá stærri.

Þann 15. janúar n.k. munu birtast tilkynningar sem fylla allan skjáinn hjá notandanum og minnir á að stuðningur við stýrikerfið sé ekki lengur til staðar.

Þrír valmöguleikar verða í boði til að losna við skilaboðin sem eru að minna á seinna, fræðast nánar eða ekki minna aftur á. Skilaboðin munu birtast á skjánum þar til valið hefur verið eitthvað af þessum valmöguleikum.

Viðskiptavinir TRS í Rekstrarþjónustunni hafa aðgang að aldri og ábyrgðastöðu sinna véla en fræðast má meira um það á vefsíðunni okkar www.trs.is/rekstrarthjonusta/ eða senda okkur póst á sala@trs.is

Tillögur að tölvuuppfærslum má nálgast á heimasíðunni okkar í gegnum þessa slóð. 
https://www.trs.is/studningur-vid-windows-7-haettir-nyjar-velar