TRS ehf. er í hópi þeirra 413 fyrirtækja sem hafa hlotið jafnlaunavottun frá Jafnréttisstofu samkvæmt jafnlaunastaðinum IST 85:2012.  Vottunin er mikilvægt skref í að uppfylla markmið um jafnréttis- og jafnlaunastefnu fyrirtækisins.

Markmið TRS er að allt starfsfólk, óháð kyni, skuli njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að engin ómálefnalegur launamunur sé til staðar.

Innleiðing á jafnlaunakerfinu er samkvæmt stjórnendum TRS mjög jákvætt skref í þróun fyrirtækisins og hefur leitt til mun faglegri og markvissari vinnubragða við mat launa í fyrirtækinu.

BSI á Íslandi framkvæmdi úttektina í september síðastlinum og hlaut TRS vottunina í kjölfarið.  Þetta er annar staðalinn sem TRS hlýttur vottun samkvæmt, en fyrirtækið er einnig vottað skv. alþjóðlega upplýsingaöryggistaðlinum ISO/IEC 27001:2013.