Jafnlaunastefna TRS er órjúfanlegur hluti af almennri launa-og jafnréttisstefnu félagsins og er rýnd eftir þörfum. Markmiðið með henni er að tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt milli kynja við launaákvarðanir í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Allt starfsfólk, óháð kyni, skal njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Þau laun sem lögð eru launaákvörðum til grundvallar skulu ekki fela í sér kynjamismunun. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun skulu greidd fyrir
sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu TRS skuldbindur félagið sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við staðla
  • Framkvæma launagreiningu og kynna helstu niðurstöður ásamt jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki árlega.
  • Bregðast við ef kröfur staðalsins eru ekki uppfylltar með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Framkvæma árlega innri úttekt og rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.
  • Stefnan er aðgengileg almenningi á heimasíðu félagsins.

Mannauðsstjóri er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi kerfisins í samræmi við staðla.