Við leitum að sérfræðing í þjónustudeild UT og rafiðnaðarmanni.

Hjá okkur er rekin metnaðarfull endurmenntunarstefna starfsfólks með það að leiðarljósi að starfsfólki líði vel í starfi og viðskiptavinir okkar fái framúrskarandi þjónustu. Hjá TRS starfar öflugt starfsmannafélag og góður liðsandi.

Sérfræðingur í þjónustudeild UT

Helstu verkefni:

Rekstur og áframhaldandi uppbygging á hýsingarumhverfi.

Rekstur á tölvukerfum viðskiptavina.

Hæfniskröfur:

Tæknilegar vottanir eða önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur.

Haldgóð reynsla af rekstri tölvukerfa er skilyrði.

Góð þekking á Microsoft, Linux og tölvunetum er mikill kostur.

Þekking á ISO27001 er kostur.

Þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni.

Sjálfstæði, frumkvæði og framúrskarandi þjónustulipurð.

Rafiðnarmaður

Helstu verkefni:

Almenn rafvirkjavinna.

Viðhald á fjarskiptakerfum.

Hæfniskröfur:

Sveinspróf í rafvirkjun.

Geta til að vinna sjálfstætt.

Vinna vel undir álagi.

Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.

Til greina kemur að  ráða nema eða aðila með starfsreynslu sem nýtist í starfi.

Umsjón með ráðningum hefur Gunnar Bragi Þorsteinsson. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að skila umsóknum til starf@trs.is.

Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar 2019.

Sjá nánar um TRS hér.

TRS ehf. - Ein heild í þína þágu TRS er Framúrskarandi fyrirtæki 2018