TRS leggur mikla áherslu á örugga og rétta meðferð upplýsinga okkar og viðskiptavina.Upplýsingaöryggi

TRS býður upp á ráðgjöf við stjórnun upplýsingaöryggis, hvort sem það er við innleiðingu upplýsingaöryggis til vottunar, eða að fella starfsemina að stjórnun upplýsingaöryggis. Við leggjum upp með að innleiðing stjórnkerfis upplýsingaöryggis styðji við menningu og kjarnastarfsemi fyrirtækisins eða stofnunarinnar.

Persónuvernd

Ný lög um persónuvernd tóku gildi um mitt ár 2018.  Með Evrópulöggjöfinni um persónuvernd eru kröfur gerðar til stofnana og fyrirtækja um aðlögun starfsemi að lögunum, þ.e. með gerð vinnsluskrá, persónuverndarstefnu, áhættumats, verklagsreglna og innleiðingu á stjórnkerfi upplýsingaöryggis.  TRS hefur aðstoðað fjölda stofnana og fyrirtækja að aðlaga sig að nýjum kröfum um persónuvernd. Ef þú ert ekki viss, þá getur þú haft samband og fengið aðstoð við stöðumat og hvort grípa þurfi til einhverra aðgerða.