TRS leggur mikla áherslu á örugga og rétta meðferð upplýsinga okkar og viðskiptavinaVið bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að leigja persónuverndarfulltrúa. Allar stofnanir og mörg fyrirtæki þurfa að skipa persónuverndarfulltrúa, en þau fyrirtæki eða stofnanir sem geta ekki haft slíkan fulltrúa geta leigt/úthýst embætti persónuverndarfulltrúa til TRS.

Hvern má tilnefna sem persónuverndarfulltrúa?

  • Aðili sem hefur ekki hagsmuna að gæta innan fyrirtækisins.
  • Þarf að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir.
  • Aðilinn má helst ekki vera stjórnandi fyrirtækis eða stofnunar.
  • Þekking á lögum og framkvæmd persónuverndarlaga þarf að vera til staðar.
  • Þekkingu á tækni og upplýsingakerfum er nauðsynleg.

Verkefni persónuverndarfulltrúa

Persónuverndarfulltrúi sinnir eftirliti með reglufylgni, aðstoðar ábyrgðaraðila og eða vinnsluaðila. Til að fylgja persónuverndarreglugerðinni þarf fulltrúinn sérstaklega að:

  • safna upplýsingum til að greina vinnslustarfsemi,
  • greina og fylgjast með reglufylgni í starfseminni,
  • upplýsa, ráðleggja og koma á framfæri tillögum til ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila.

Persónuverndarfulltrúinn kemur einnig að ákvörðunum um:

  • hvort meta eigi áhrif á persónuvernd,
  • hvaða aðferð eigi að beita við matið,
  • hvort matið eigi að fara fram innanhúss eða hvort útvista eigi verkefninu,
  • hvaða tæknilegu og skipulagslegu öryggisráðstafanir þurfi að gera til að draga úr áhættu fyrir réttindi og frelsi hinna skráðu.