TRS setti í loftið nýja vefsíðu sína í dag, þriðjudaginn 23. október. Allt útlit var uppfært frá því sem var fyrir og meiri áhersla lögð á að kynna nýjar vörur og þjónustu sem við höfum upp á að bjóða.

Meðal nýjunga í þjónustu hjá okkur má nefna sérstaka rekstrarþjónustupakka þar sem við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum heildarlausnir í hýsingu og þjónustu, sniðið að þörfum hvers og eins. TRS Skólinn er einnig nýr af nálinni en þar bjóðum við uppá ýmisskonar námskeið sem henta fyrirtækjum og stofnunum þar sem nemendur fá innsýn í virkni helstu forrita og lausna frá Microsoft. Einnig er þar að finna námskeið í greiningu svindlpósta en í dag er gríðarlega mikilvægt að varast þá fjölmörgu svindlpósta sem berast og þekkja rétt viðbrögð í þeim efnum.

Netverslun TRS er enn á sínum stað þar sem áfram er lögð áhersla á hágæða vörur frá þekktustu framleiðendum heims.

Upplýsingaöryggi er einnig gríðarlega miklvægt í dag og býður TRS upp á ráðgjöf og þjónustu í þeim málaflokki. Við leggjum mikla áherslu á örugga og rétta meðferð upplýsinga okkar og viðskiptavina. Meðal annars bjóðum við uppá aðstoð við aðlögun að nýjum kröfum um persónuvernd sem og þjónustu persónuverndarfulltrúa en mörg fyrirtæki og stofnanir þurfa að vera með slíkan aðila og hægt er að úthýsa verkefnum hans til TRS.

Að lokum er vert að minnast á að TRS er löggiltur rafverktaki og sinnir allri almennri raflagnavinnu hvort sem um ræðir viðhald eða nýlagningu á raf- eða tölvu- og fjarskiptalögnum. Einnig sjáum við um þjónustu við fjarskipti þar sem starfsmenn okkar sjá um allt frá bilanagreiningu og viðgerðum upp í lagningu nýs ljósleiðara og tenginga fyrir heimili. TRS er þjónustuaðili á Suðurlandi fyrir Mílu, sem er stærsta fjarskiptafélag landsins.